Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 21
en konuefnið vantaði sæmilegan fatnað og fleira og hann vildi biðja hana að vera henni hjálplega að útvega sér þetta. Að síðnstn sagði hann: „Ef að þér vilduð verða vinkona hennar og leiðbeina henni við og við, mundi henni verða ákaflega mikil stoð í því.“ „Eg skal gera allt sem ég get til að að- stoða liana. En látið það ekki koma flatt upp á yður, herra læknir, þótt ungfrúin vilji ekki að ég verði sér til aðstoðar. Ungar stúlkur eru oft sérlunda og duttlungasamar gagnvart öðrum stúlkum, sem vilja skipta sér af þeirra högum, og ekki sízt þegar þær eru í þann veg- inn að gifta sig.“ „Ekki annað,“ sagði læknirinn öruggur. „Af slíkum duttlungum verður Iiope að venja sig. Ég mundi ekki þola það að hafa duttlungasama og sérlynda konu. Ég er líka viss um að Hope mun verða þakklát fyrir að fá leiðbeiningar hjá yður. Og ég hef óskað eftir að hún skoðaði yður sem sína beztu og einlægustu vinkonu, ég á við að hún —“ „Ó, herra læknir,“ greip hjúkrunarkonan fram í, „slíku getur þriðji maður sjaldnast ráðið, hvernig fallur á með öðrum tveimur. Og vel getur verið, að konan yðar verði á allt annarri skoðun í þessu efni. Og þér verð- ið að gæta þess, að yðar og hennar skoðanir rekist ekki á óþægilega allt of oft. Ung stúlka, átján ára, er ráðgáta fyrir alla, sem ekki hafa kynnzt henni náið um lengri tíma.“ VI. „Ég, Miles Anderson, lofa þér, Hope Jam- es, kona mín, að ég í blíðu og stríðu, í fá- tækt jafnt og vellíðan, í veikindum sem heil- brigði, að elska og aðstoða þig sem sanna eiginkonu; upp á þetta gef ég þér hönd mína.“ Þessi orð bárust gegnum litla kirkju, þar sem sætin voru auð, og kirkjan sjálf skugga- leg, og þetta olli því, að þessi einkennilega hjónavígsla varð enn tómlegri en hún ef til vill hefði þurft að vera. Að undanskildum presti og djákna voru einungis tvö vitni við vígsluathöfnina, þær frú Brooks og Grace systir. Hin síðarnefnda hafði einungis fyrir ítrekaða beiðni læknis- ius fengizt til að vera við vígsluna, því hún og Hope höfðu alls ekki orðið vinkonur, hitt hafði aftur á móti komið fram, sem Grace hafði grunað, að Hope kærði sig ekki um leið- beiningar hennar. Hope var eins og margir unglingar, sem aldir eru upp í eftirlæti, í meira lagi ein- þykk. Og henni hafði sárnað, að það skyldi þykja nauðsynlegt, að hún fengi ráðlegging- ar og leiðbeiningar hjá annarri ungri stúlku. Hún hafði því tekið fremur kuldalega móti hjúkrunarkonunni, þegar hún kom til henn- ar í þeim tilgangi að bjóða aðstoð sína eftir ósk læknisins. Það kom Grace systir ekki á óvart, þótt hún fengi kuldalegar viðtökur. Hún brosti raunalega yfir því. Það var ekki í fyrsta sinn að hún hitti fyrir drambsemi æskunnar, og hún var allt of mikill mannþekkjari til þess að vita ekki, að árangurslaust var að ætla sér að neyða út vináttu ungfrúarinnar. Hún var líka þeirrar skoðunar, að óráðþægn- ir unglingar hefðu bezt af því að fá að reka sig á, það yrði þeim minnisstæðara og lær- dómsríkara en allar leiðbeiningar. Grace systir leitaðist við að láta ekki hið óvingjarnlega viðmót Ilope ráða dómum sín- um um hana, en hún gat samt ekki að því gert, að það varð henni áhvggjuefni að hugsa um þau vandræði, sem það mundi baka And- erson lækni að giftast þessari einþykku og naumast vel uppöldu stúlku. „Hann er ekki sá maður, sem hefur hæfi- leika til að sigla milli skers og báru,“ sagði hún við sjálfa sig á heimleiðinni eftir heim- sóknina hjá Hope. „Hann er sjálfur of óþol- inmóður og óstilltur til að ala upp og stjóma annarri eins stúlku og þessari.“ Hún sat því hugsandi og kvíðafull í hinni svo að segja mannlausu kirkju, og þegar hún heyrði lækninn skýrt og einarðlega vinna hjú- skaparheitið, fann hún til þess að hann var að tefla framtíðarhamingju sinni í tvísýnu, ef ekki í beina hættu. Síðan heyrði hún prestinn segja: „Svo er- uð þið sameinuð í heilagt hjónaband til ævi- loka í nafni föður, sonar og heilags anda. Amen!“ Hún horfði á brúðhjónin, sem nú gengu frá altarinu, til þess, eftir bendingu djákn- ans, að skrifa nöfn sín í kirkjubókina, og hún fann til þess, ef til vill miklu gleggra en nokkru sinni áður, hve ólík brúðhjónin voru. Læknirinn leit mjög vel út að vanda og var heimilisblaðið 241

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.