Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 23
varkár,“ sagði læknirinn, um leið og prestur- inn rétti brúðurinni umslag með skjali inn- an í. „Geymið þetta vel, frú,“ sagði presturinn, „það er þýðingarmikið skjal.“ Grace systir og frú Brooks fóru svo að skrifa nöfn sín í kirkjubókina sem vitni, og var frúin óratíma að ganga frá nafni sínu, en brúðguminn beið óþolinmóður eftir að þessu væri lokið. Presturinn hafði tekið eftir vanstilling brúðgumans og liinu barnslega ósjálfstæði brúðarinnar, og liann var því áhyggjufullur og fámálugur, er brúðhjónin kvöddu hann. „Guð blessi ykkur/ ’ sagði hann vandræða- lega og hugsandi, og um leið og brúðhjónin gengu út úr kirkjunni vék hann sér að Grace systur og sagði: „Hún er víst mjög ung?“ „Já, það er hún.“ „Ég vona þó,“ sagði hann og leit spyrj- andi á hjúkrunarkonuna, en hún svaraði engu, svo hann bætti við, „að þau verði ham- ingjusöm.“ „Það vona ég líka,“ sagði hjúkrunarkonan; hún varð prestinum samferða út úr kirkj- unni. Þau sáu á eftir brúðhjónavagninum, sem var að hverfa. Hjúkrunarkonan kvaddi prestinn og hélt heimleiðis, og hið sorgmædda andlit brúðarinnar með tárvotu augun sveif henni fyrir hugskotssjónum annað veifið. Miles Anderson ók beint heim til sín frá kirkjunni, og hafði farangur brúðarinnar áður verið fluttur þangað. Læknirinn fylgdi konu sinni inn til ráðskonunnar, kynnti hana fyrir henni, og bað svo Hope að láta sér ekki leiðast og skoða sig sem heima hjá sér. Sjálf- ur kvaðst hann þurfa að bregða sér út til þess að vitja um sjúklinga. Að loknirinn yfirgaf konu sína jafnskjótt og hann hafði farið með hana heim til sín hafði ill áhrif á hana. Hún var ekki búin að ná sér eftir vígsluathöfnina, og að verða nú þegar einmana í þessu stóra húsi innan um margs konar skraut og þægindi, sem hún hafði ekki vanizt áður, hafði lamandi áhrif á liana og bakaði henni óyndi. Of ráðskonan, sem nefnd var frú Devon, hafði hvorki löngun til eða lag á að gera nokkuð fyrir ungu frúna, sem gæti laðað hana að þessu nýja heim- kynni sínu, og látið liana finna til ánægju yfir því að eiga slíkt heimili. Prú Devon hafði verið óánægð yfir hinni fljótráðnu giftingu læknisins, og að eðlisfari hafði hún enga tilhneigingu til þess að fórna sér fyrir aðra, og þó hún væri farin að eld- ast var hún gersneidd öllum móðurtilfinning- um. Hefði eigi svo verið, er varla liugsan- legt annað en henni hefði runnið til rifja að sjá hið sorgbitna, barnslega andlit læknis- frúarinnar ungu, og að það hefði vakið hjá henni hluttekning og löngun til þess að gleðja hana. En þessu var nii ekki einu sinni þannig varið, og- hún horfði á lælmisfrúna með van- þóknunaraugum. Hún fylgdi henni með kuldareigingi upp stigann, þegar læknirinn var farinn, og inn í dagstofuna, og þaðan vísaði hún henni leið inn í herbergi það, sem skyldi vera svefnher- bergi hennar. „Ég býst við að frúin muni vilja hafa kjólaskipti,“ sagði ráðskonan þyrkingslega, „og teið skal ég svo hafa til klukkan 5.“ Svo rigsaði hún út og skildi Ilope eina eftir. Iíenni varð það fyrst fyrir að líta í stóran spegil, er blasti við, og hún sá þar sjálfa sig frá hvirfli til ilja; ekki duldist henni hve raunalega hiin leit út. Svo fór hún að litast um í herberginu, allt virtist henni koma svo ókunnuglega fyrir, og hún sjálf svo lítilmótleg þar inni í svo stóru og velbúnu herbergi. Það vaknaði hjá henni hugsun um, hvort ekki mundi þó hafa verið betra að vera kyrr hjá frú Brooks. Iíún fann að hún mundi aldrei fella sig við ráðskonuna, og hún sagði andvarpandi og með kveinstöfum: „Bara að móðir mín lifði og væri hér.“ Ilún hafði ekki lengur vald á tilfinningum sínum og fleygði sér upp í legubekk og grét þar sárt eins og barn. Sársauki tilfinninganna sefaðist við grát- inn, og henni létti við tárastrauminn. Hún stóð því von bráðar upp, tók af sér hattinn, klæddi sig úr brúðarkjólnum, þvoði hið grátna andlit sitt og barði miskunnarlaust niður með hárburstanum hina óstýrilátu hárlokka. Hún tók svo upp úr kistu sinni nýjan kjól, sem hún hafði keypt fyrir sumt af peningunum, sem læknirinn hafði fengið henni, og klæddi sig í hann. Kjóll þessi var hvorki vel sniðinn eða saumaður og hann fór því illa, og grábrúni liturinn á honum átti illa við hinn hvítgula hörundslit ungu konunnar. Hún fann til þess, að hún mundi heimilisblaðið 243

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.