Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 24
ekki líta sem snoturlegast út í þessum kjó'l, þótt hún gæti eigi lagað misfellur þær, sem hún fann að voru á búningi sínum. Hún fann líka að það mundi sjást á sér að hún liefði grátið. Kvíðafull fór hún því á leið til dagstofunn- ar, sem henni fannst vera voðalega stór sal- ur, er hún aldrei mundi una sér í. Og þrátt fyrir hinn glæsilega húsbúnað, sem þar var inni, fannst henni samt hún sakna litlu, lirör- legu stofunnar hjá frú Brooks. Hún settist ihjá ofninnum og beið þess kvíðafull sem verða vildi. Eftir litla stund kom þjónustustúlka inn með skrautlegan silfurbakka og bar á lionum te og brauð. Hope tók eftir því að stúlkan horfði undrunarfull á hana. Hope hafði aldrei verið boðið te í jafnfal- legum borðbúnaði og brauðið var auðsjáan- lega úr dýrustu búðum, svo þunnar brauð- sneiðar og girnilegar kökur liafði hún aldrei séð. Hún hafði ekki haft matarlyst um morg- uninn af umhugsuninni um það sem fram átti að fara um daginn, var því orðin mat- lystug og át því og drakk hið framborna af beztu lyst. Þetta liressti hana og dró úr óynd- inu, og þegar hún hafði lokið máltíð, fór hún að skoða sig um í stofunni og líta á bækur og blöð, sem lágu þar víðar en á einum stað. Læknirinn hafði verið svo nærgætinn að kaupa nokkrar skemmtisögur og leggja þarna inn til þess að konan hans gæti stytt sér stundir við þær. Hope rakst nú á þessar bæk- ur og tók eina þeirra og fór að lesa. Hún varð svo niðursokkin í söguna, að hún veitti því ekki eftirtekt, þegar maður hennar tveim stundum síðar kom inn í stofuna. Hann hitti því konu sína samanhnipraða í hægindastól niðursokkna í sögulestur. Hún hrökk sam- an, þegar læknirinn talaði til hennar og sagði: „Eg tók ekki eftir komu þinni. Eg fann svo ágæta bók að ég gleymdi öllu, þegar ég fór að lesa hana.“ „Það var gott,“ sagði læknirinn utan við sig. Hugur hans dvaldi ekki hjá konunni. Síðasti sjúklingurinn, sem hann hafði komið til, og var hættulega veikur, hafði orðið lion- um það viðfangsefni, sem öll hugsun hans snerist um þessa stundina. Hann var að brjóta heilann um hvað hann ætti að reyna, til að yfirbuga veikindin, og við þá umhugsun gleymdi hann alveg konu sinni, settist í hæg- indastól við ofninn til að verma sig og hélt áfram að grufla út í hvernig liann ætti að fara með sjúka manninn. Hope yfirgaf bók- ina og staðnæmdist fyrir framan hann. Hún varð gagntekin af tilfinningum, sem henni var eigi ljóst af hverju komu. Var það reiði og gremja eða var það þrá eftir einhverju, sem hún ekki þekkti? Hún var ekki nokkra vitund ástfangin í manni sínum, en hún dáðist að honum og geðjaðist fremur vel að honum, og hún hafði oft orðið vör við þakklætistilfinningu til hans fyrir að hafa viljað taka sig fyrir konu, eins fátæka og fákunnandi og hún var; sú tilfinn- ing hefði hæglega getað breytzt í ást með tímanum, þó það væri enn ekki orðið. A meðan hún stóð þarna og horfði á lækn- inn, sem starði utan við sig inn í eldinn með allan hugann við sjúkdóminn, sem hann var að búa sig undir að ganga á hólm við, fann hún til þess með beiskju, að það væri ekki eðlilegt að maður, sem ekki hefði verið í hjónabandi nema klukkutíma, væri svo bund- inn við sínar eigin hugsanir, að hann gleymdi konunni sinni. Hún þekkti að vísu ástina einungis af afspurn, og hvað hjónaband í raun og veru var, hafði hún litla hugmynd um, en það hugboð eða ágizkun um hvað viðeigandi væri, og sem flestar konur hafa næmara en karlar, sagði henni, að framkoma læknisins hlyti að vera óvanaleg. Hún horfði þegjandi á hann um stund og gat svo ekki stillt sig lengur og sagði með beiskju: „Það er svo að sjá, sem þú hafir gleymt því að við höfum gift okkur í dag.“ Læknirinn hrökk saman. Hann hafði ekki einasta gleymt hjónabandi sínu, heldur einnig því, að Hope væri til, svo bundinn var hugur hans við það, sem hann var að grufla út í. Hann kom óþægilega til sjálfs sín við þetta ávarp og honum varð litið á konuna, sem stóð fvrir framan hann í ljósbirtunni, og sá að hún hafði grátið. Hann tók líka eftir því, hvað kjóllinn fór henni illa, og öll persónan fannst honum óviðfelldin. Þetta hrokkna hár, sem hiin gat aldrei ráðið við, þessi óþýða rödd, allt þetta vakti hjá honum óbeit, og því fremur sem hann var rétt við það að komast að fastri niðurstöðu í máli því, sem hann var að grufla um, þegar hún ónáðaði hann. Hann stóð á fætur og horfði á hana með þykkjusvip og sagði: 244 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.