Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 27
liliðar á skaplyndi hennar, sem flestar vöktu hjá honum vanþóknun. „Nú, nú, þú ert þó ung stúlka, og móðir mín er gömul og veikluð — — svo miklu eldri en þú, að hiin mun ætlast til að þú verðir sér eftirlát og auðsveipin dóttir.“ „Ég hugsa að hún óski ekki eftir því, að ég verði sem dóttir hennar eða því um líkt,“ svaraði Hope stutt í spuna. „Það er bara fyrir siðasakir, að hún vill að ég heimsæki sig með þér, þetta sé ég glöggt af bréfinu.“ Þessar getgátur Hope voru svo nærri sanni, að lækninum leizt ekki á að fara lengra iit í þessa sálma, og fór því að tala um annað. Þegar lælmishjónin heimsóttu frú Ander- son síðar um daginn var þeim fylgt inn í mjög skrautlegt herbergi. Gamla frúin hvíldi í hægindastól skrautlega og smekklega biiin sem hún átti vanda til. Hope fann þegar, að búningur sinn stóð mikið að baki tengda- móður sinnar, og grunaði hana þegar, að það meðal annars mundi smækka sig í augum hennar. Frú Anderson horfði rannsóknaraugum á tengdadóttur sína, og sá þegar að klæðaburði hennar var í ýmsu áfátt, og allt látbragð hennar krakkalega viðvaningslegt. Hún rétti tengdadóttur sinni hendina og spurði þung- lamalega hvernig henni liði. Hope tyllti sér á röndina á stól og fór vand- ræðaleg að toga af sér glófana. Það var um stund þögn í stofunni, því læknirinn vissi heldur ekki hvað hann átti að segja. Loks rauf gamla konan þögnina og spurði með veiklulegum róm: ,,Er það ekki erfitt fyrir yður svona unga að stjórna hinu stóra húsi sonar míns?“ Hope horfði undrandi á hana og flýtti sér að svara: ,,Ég stjórna því alls ekki.“ „Ekki það,“ sagði gamla konan í þeim róm sem lýsti bæði undrun og vanþóknun. „Það væri þó hægt að ímynda sér, að kona á yðar aldri mundi liafa lært svo mikið------“ „Góða mamma,“ greip nú læknirinn fram í, „þú veizt að ég hef ágæta bústýru og að Hope er óvön því að fást við hússtjórn." „Já, það er nú margt breytt síðan ég var ung,“ andvarpaði gamla frúin, „þegar ég giftist föður þínumð hafði ég lært flest, sem nauðsynlegt var til að geta stjórnað húsi. Það er svo að sjá, sem nútíðarinnar ungu konur séu ekki jafn duglegar og konur voru í mínu ungdæmi.“ Það var sem eldur brynni úr augum ungu konunnar, og hún sagði í þykkju með skjálf- andi rödd: „Það er ekki hægt að dæma um dugnað minn, eftir störfum við hússtjórn; þau hef ég aldrei lært. Ég, sem einlægt lief fengið mat tilbúinn hjá öðrum, hef ekki haft tækifæri til að læra matreiðslu." Gamla frúin lagði aftur augun og andvarp- aði. „Guð varðveiti mig,“ tautaði hún, „svona bráð og áköf.“ Læknirinn greip nú fram í og sagði: „Ég veit að Hope vill gjarnan læra að taka að sér hússtjórnina heima, og ef þú vildir gefa henni ýmsar leiðbeiningar því viðvíkjandi, mundi hún verða þér þakklát fyrir þær.“ Þegar gamla frúin heyrði þetta, var hún ekki lengi að opna augun til fulls og sagði undrunarfull: „Ég, kæri Miles, hvernig getur þér lcomið til hugar að ég hafi heilsu til að fara að veita tilsögn. Ég, sem er svo lasburða að það reynir mjög á krafta mína að taka á móti ykkur báðum í dag, og ég þreytist ávallt mjög af því að tala við ókunnuga.“ Hope leit nú framan í tengdamóður sína, iiún var rauð í framan og gremjueldur log- aði í augum hennar. IJún tók svo til máls: „Mér fellur illa að ég hef þreytt yður. Maðurinn minn vildi að ég kæmi hingað, en nú skal ég þegar fara.“ Gamla frúin horfði þegjandi á tengdadótt- ur sína, og læknirinn stóð á fætur ærið brúna- þungur. Ekkert var honum meira móti skapi en þrætur og ófriður. Honum kom því til hugar að komast út og lofa frúnum að jafna sig, en kona hans sat svo nærri dyrunum, að hann þóttist vita að hún mundi þegar fylgja sér eftir. „Verið þér sælar,“ sagði Hope með þykkju- svip og rétti tengdamóður sinni hendina, „þar sem það er yður til angurs og þreytu að sjá ókunnuga, þykir mér leitt að hafa komið hingað yður til leiðinda.“ Hún hafði, eins og áður er getið um, dreg- ið af sér vettlingana, og þegar hún rétti fram hendina, glansaði hringnur á einum fingri hennar í lampaljósinu. Gamla frúin kom auga á hann, og henni lá við að hljóða upp yfir sig af undrun. heimilisblaðið 247

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.