Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 29
mér,“ sagði hún lágt með niðurbældri geðs- hræringu. „Hvers vegna ég giftist þér?“ Læknirinn lagði frá sér pennann og liorfði undrunar- fullur á konuna, en segir svo: „Af því að það var hentugast á þann hátt —“ „Já, það veit ég,“ greip Hope fram í, „að á þann hátt þótti þér hentugast að sjá fyrir mér. En hvers vegna vildir þú gera þetta, þar sem ég þess vegna er svo ógæfusöm, og það fær ekkert á yður, þótt hjartað í mér ætli að bresta1 ‘; og svo lirundu stór tár ofan kinnarnar á ungu konunni. Yfirleitt eru það fáir karlmenn, sem ekki hitnar til muna um hjartaræturnar, þegar þeir sjá konu gráta, en þeir eru þó til, sem styggjast og ergjast við að sjá það, og Miles var einn af þeim. — Hann hafði títt séð móð- ur sína gráta, hún átti svo létt með það, gamla konan, og sú skoðun hafði komizt inn hjá honum, að hún gréti til að skaprauna sér. Þessi stóru barnatár, sem hrundu nú ofan kinnarnar á Ilope, hefðu efalaust mýkt skap flestra manna, en þau höfðu gagnstæð áhrif á lækninn. Honum til afsökunar má fyrst og fremst færa, að hann hafði oft séð móður sín'a fella tár, að hans dómi meira af uppgerð en tilfinningu, og svo í öðru lagi, að hann var niðursokkinn í hugsanir um ritgerð sína, að þessi geðshræring og áfergja konunnar kom honum alveg óvænt og á óhentugum tíma, þar sem hann gat átt von á gestum á hverri stundu. Hann hélt líka að þessi geðshræring- arköst konunnar stöfuðu af slæmu uppeldi og að á þeim þyrfti að reyna að vinna bug, en það mundi auðveldast með því að vægja ekki um of til vil hana. Ilann stóð því á fætur með þykkjusvip og mælti: „Nú vil ég óska þess, Ilope, að þú farir bráðum að læra ofurlítið að stjórna geðsmunum þínum. Hvernig kemur þér til hugar að segja, að þú sért sérstaklega óham- ingjusöm eða að hjarta þitt ætli að bresta, eins og hér væri eitthvað, sem svo mjög angr- aði þig og kveldi.“ „Er það þá ekkert, sem angrar mig hér?“ sagði Hope með skjálfandi raust. „Er það máske ekki? Sit ég ekki hér ein frá morgni til kvölds, án þess nokkur hugsi um mig eða skipti sér nokkra vitund af mér. 0, þetta er svo hörmulegt fvrir mig. Ef hjónabandið er svona, þá vil ég segja að ég hati það, og nú vil ég fá að vita, hvers vegna þú óskaðir þess að giftast mér.“ Lækninum lá við að segja að hann hefði aldrei óskað eftir því. En þótt farið væri að síga í hann yfir ónæðinu, sem liann hafði orðið fyrir, hélt hann, að þetta háttalag kon- unnar væri ekki annað en barnslegt bráð- lyndiskast, og því væri réttast að fara með hana eins og geðstóran krakka. „Ef þú heldur áfram að haga þér á þenn- an hátt,“ sagði hann byrstur, „þá leiðir það til þess að ég fer að ósíka að ég aldrei hefði gifzt þér. — Eg gerði það einungis þín vegna, af því að ég hélt að með því væri bezt séð fyrir framtíð þinni. — Svona nú, Ilope, nú hef ég svarað spurningu þinni, og nú ætla ég að biðja þig að fara, svo ég geti haft frið við störf mín. En þess vil ég biðja þig fram- vegis að haga þér ekki á þennan hátt.“ „Þú segir, að ég eigi að fara,“ lirópaði hún með raust, sem hafði ónotaleg áhrif á taugar læknisins, „já, það er einmitt það sem ég ætla mér að gera, svo þú getir orðið laus við mig til fulls. Ég vildi óska að ég hefði aldrei gifzt þér.“ Nii var þolinmæði læknisins lokið og hann sagði æfur: „Það vildi ég líka í hreinskilni segja, en það er of seint að sjá það nú og þessu verður ekki breytt. Nei, gerðu nú svo vel að þegja,“ sagði hann, þegar hann sá að Hope ætlaði að fara að tala, „þú ert of æst til þess að geta talað með skynsemi um nokkurn hlut. Þegar þú hefur náð þér aftur og geðsmunir þínir komast í jafnvægi, þá getum við talað saman aftur. Farðu nú og reyndu að vera skynsöm og góð stúlka.“ „Skynsöm stúlka,“ tók ITope upp eftir hon- um, og augu hennar voru óvenjufögur þegar þau leiftruðu af ákafa og geðshræringu. „Nei, ég sé vel hvað hér er um að vera, bæði þú og móðir þín viljið helzt vera laus við mig. Því var hún svo óvingjarnleg við mig, og hvers vegna gerði liún slíkt veður út af hringnum?“ „0, Hope, í öllum bænum hættu nú þess- um barnalegu spurningum!“ sagði læknirinn óþolinmóður. „Mér fannst það mjög eðlilegt, að móðir mín furðaði sig á að þú, sem ert svo ung, bærrir svo dýran og fagran hring; og fyrst þú minntist á hann, hefði ég líka gam- an af að vita hvaðan þú hefur hann?“ Rödd læknisins var ekki laus við tortryggni, þegar hann kastaði fram þessari spurningu, heimilisblaðið 24!)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.