Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 30
og það hafði ill áhrif á Hope, jafn æst og hún var áðnr. „Þú ert jafn tortrygginn og móðir þín Guð má vita hvaðan þið haldið að ég hafi fengið hann. Iialdið þið máske að ég hafi stolið honum? Eða hvað þá? Og því horf- irðu svona undarlega á mig, eins og þú héld- ir að ég væri að ljúga. Þarna —! taktu við hringnum,“ hélt hiin áfram ofsafengin og kastaði honum á borðið fyrir framan hami — „og taktu líka við hjónahandshringnum,“ og hún dró hann líka af sér og fleygði hon- um á borðið hjá blekbyttunni, „taktu við þeim báðum, bæði þeim sem þú gafst mér, og þeim sem móðir mín gaf mér. Því það var móðir mín, sem gaf mér þennan hring sem ykkur finnst svo tortryggilegur.“ Þessi síð- ustu orð sagði hún með skjálfta í röddinni og það fór titringur um liana alla eins og af grátekka. Hún sagði ekki meira, leit ekki einu sinni á lækninn, en þaut út úr stofunni. Miles stóð eftir orðlaus og undrandi yfir háttalagi hennar. Hann var bæði reiður og eigi laus við óttað og þó var ekki laust við að hann hefði skemmtun af þessu stjórnlausa framferði konunnar. Aður en geðsmunir hans höfðu náð fullu jafnvægi, heyrði hann að dyrabjöllunni var hringt, og' þá vissi hann að menn mundu vera að koma til þess að leita hans sem læknis. Hann varð því að þvinga sig til að hætta að hugsa um heimilisástæður sínar. Þegar hann leit yfir borðið kom hann auga á vígsluhring kon usinnar, sem lá hjá blek- byttunni. Hann greip hann og stakk honum í vestisvasa sinn — og hugsaði sér að fá Hope hann aftur, þegar hún væri búin að jafna sig. Hinn hirngurinn lá á miðju borðinu og sólin skein á liann. Hinn dýri demantssteinn glitraði dýrðlega í sólarljósinu. Læknirinn tók hann og virti um stund fyrir sér þennan skrautgrip, og meðan hanu var að skoða hann, var hann að velta því fyrir sér, hvernig móðir Hope, þessi fátæka kona, mundi hafa eignast þennan dýrgrip. Og svo mundi hann allt í einu eftir síðustu orðum hinnar deyjandi konu, sem hann var búinn að gleymíi. í þessum svifum kom þjónustustúlkan inn með nafnspjald, og lét hann þá hringinn of- an í skrifborðsskúffu sína. Sv okomu gest- irnir hver af öðrum og læknirinn fékk nóg að gera. En alltaf var sem orð látnu konunnar með hvíslandi deyjandi raust bærust að eyr- um hans: „Segið Hope að hringurinn —!“ VIII. Þjónustustúlka Andersons kom inn og mælti: „Það er maður kominn, sem óskar að ná tali af yður, herra læknir.“ Hún rétti lækninum nafnseðil, er á var letrað: „H. Herbert Dimsdale, Fermyn-Stræti 200“. Miles leit á vasaúrið sitt. Það var eitt. Klukkan hálftvö þurfti hann að fara til sjúkrahússins. Hann hafði snætt dögurð snemma og hefði því gjarnan viljað fá sér bita, áður en hann héldi af stað, en til þess Var naumast tími. „Biðjið manninn að koma inn,“ mælti hann. Komdumaður var hár vexti og vel bú- inn. „Fyrirgefið ónæðið,“ mælti komumaður. „Eg kom í einkennilegum erindagerðum. Sjálfur er ég heill heilsu, en frænka mín vildi endilega biðja yður liðsinnis í máli, sem ég er hræddur um, að þér álítið að sé þó fyrir utan yðar verkahring.“ „Frænka yðar?“ Miles leit á liann spyrj- andi augum. „Já, frændakona mín, frú Dimsdale frá Prettowe. Þér hafið stundað hana fyrir tveim árum síðan, og hún trúir því fastlega að þér getið liðsinnt sér nú.“ „Ég man vel eftir frú Dimsdale. Ég vona að henni líði vel.“ „Já, henni líður mjö vel, og ég tek það fram aftur, að ég kem hér ekki til að leita læknis, og verð því að biðja yður fyrirgefn- ingar á því að tefja tíma yðar að óþörfu. En það er mergurinn málsins, að frændkona mín ber svo mikið traust til yðar og hæfileika yðar, að hún vill endilega, að ég biðji yður að gefa sér upplýsingar um lagsmey sína —“ Hann hló vandræðalega, þegar hann sá undr- unarsvipinn á andliti Milesar. „Ég? A ég að gefa upplýsingar um slíka stúlku?“ sagði lælknirinn seint. „Ég er hrædd- ur um að mér veitist það örðugt.“ „Ég talaði um það við frænku mína, að 250 HEIMILISBLAÐIf)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.