Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 31
það ætti alls ekki við að láta yður h'afa nein ómök fyrir slíkan hégóma. En hún sat föst við sinn keip og vildi að ég færi samt og bæði yður þessa. Frænka mín lætur ekki telja sér hughvarf‘ Ungi maðurinn deplaði augunum íbygginn, eins og hann vonaðist eftir að Miles skildi allt. Miles mundi nú greinileega eftir hinni gömlu, töfrandi konu, sem þrátt fyrir allan blíðleik sinn gat stundum verið svo þrá og þverúðarfull. „Hún hefur ákveðið,1 ‘ hélt Dimsdale áfram „að hún vilji framvegis hafa unga, fjöruga, síglaða og bjartsýna stúlku. Sjálf er hún tekin að eldast og- einnig föðurbróðir minn, og þótt ég sé stöðugt í Prettowe, get ég ekki gengið þeim í dóttur stað. Þau þarfnast vissu- lega ungrar og fjörugrar stúlku til að bæta skap þeirra og létta þeim lífið. Prændkona mín hefur áldrei gleymt velvild yðar gagn- vart sér, og hún þykist þess fullviss, að þér munið vissulega geta útvegað þá stúlku, sem sér væri hentug.“ Miles hristi höfuðið hlæjandi. „Því miður er ég hræddur um að ég geti ekki orðið að neinu liði í þessu efni,“ mælti hann. „Eg þekki alls enga, er mundi geta gegnt þessu starfi. En óska vil ég þess, að ég gæti orðið við bón ykkar. Og það er víst, að stúlka sú, sem yrði lagsmey frú Dimsdales, væri vel sett. Ég skal hafa þetta í huga og ef ég verð nokkurs vísari í þessu efni, skal ég óðara láta hana vita.“ Komumaður stóð á fætur og bjóst til brott- ferðar. „Prænka mín,“ sagði liann, „bað mig að bera yður kveðju sína, og ennfremur lagði hún ríkt á AÚð mig að segja yður, að það væri heni sönn ánægja, að þér og húsfreyja yðar vilduð gera svo vel og heimsækja hana í Prett- owe einhvern sunnudaginn, þegar tími væri til, og njóta hins hreina og svalandi sveita- lofts hjá sér. Prænku mína langar mjög að kynnast konu yðar.“ Þunglyndissvip brá yfir ásjónu læknisins og aðkomumanni datt ósjálfrátt í hug, að eitt- livað mundi bogið við hjónaband hans, eins og hann gat um við frú Dimsdale. „Ég þakka innilega,“ sagði Miles kurteis- lega, en fremur stuttur í spuna, „það er mjög vingjarnlega gert af frúnni. En ég er hrædd- ur um að við hjónin getum ekki heimsótt hana sem stendur.“ Svarið var ákveðið. Dimsdale varð hvumsa við og þagði. En þetta jók stóram á forvitni hans, og hann vildi spyrja hann, því hann hafnaði heimboðinu. þar sem svo martrt sögu- legt og skemmtilegt var að sjá hjá Prettowe. Þegar Anderson var orðinn einn eftir, sett- ist hann niður og var þungbrýnn og færði fingurna fram og aftur á borðinu, eins og 'hann væri í vandræðum. Hann fór þá að hugsa um konuna sína, sem var svo barnsleg og illa til fara, — einmitt þessi stúlkukrakki var konan hans. — Hvað mundu menn segja um hana, ef hún kæmi ásamt öðru fólki til frú Dimsdale og skylduliði hennar. Sjálfur hfaði hann heimsótt frúna nokkr- um sinnum eftir að lnin kom heim frá sjúkra- húsinu. Og þegar hann hugsaði til þess að sjá Hope í þeim húsakynnum, gat hann vart varizt hlátri. Hann sá, að hún mundi verða þar til at- hlægis og bæði sér og honum til skammar, því hana skorti allt til að umgangast slíkt samkvæmisfólk. Hann sá það nú alltaf betur og betur, að honum hefði sézt mjög yfir, er hann gekk að eiga slíka konu. Það kviknaði hjá honum reiði og óánægja gegn henni fyrir framkomu henn- ar um morguninn. Hann var því í illu skapi, er hann gekk inn í borðstofuna til að borða og það þótti honum mikill léttir, er þjón- ustustúlkan tjáði honum, að frúin hefði svo slæman höfuðverk, að hún gæti ekki sezt und- ir borð sem stæði. — Sú hugsun var rík í huga hans allan síðari hluta dagsins, að hann hefði ekki þurft annað en bíða lítið eitt til að geta veitt Iiope stöðu sem lagsmey eða því um líkt. Hann hafði gert mikla yfirsjón — mjög alvarlega yfirsjón, þegar hann geklc að eiga hina núverandi konu sína. Iíans góða hjarta hvatti hann til að fara fram til kon- unnar sinnar og kveðja hana áður en hann færi til sjúkrahússins. En reiði hans til henn- ar kæfði niður það góða áform hans. Hann Ók því af stað til vinnu sinnar án þess að gera sér nokkurt ómak til að sjá eða kveðja konu sína. Iíann dvaldi lengi á sjúkrahúsinu þennan dag. Þar var margt alvarlegt að annast, sem gaum þurfti að gefa. Það var því orðið fram- orðið, er hann bjóst til brottferðar og kvaddi HEIMILISBLAÐIÐ 251

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.