Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 33
Við, sem vinnum eldhússtörfin Jólin nálgast óðfluga og í naörgu er að snú- ast. Það er bakstur, saumaskapur og hrein- gerning og svo auðvitað matartilbúningurinn á jólunum. Hér er uppskrift af piparköku-ker 1 ingum og körlum, sem bæði ungir og gamlir geta haft ánægju af. Ég veit, að hér í Reykjavík fást mót til að skera út piparkarla og kerlingar. 250 gr dökkur púðursykur % kg síróp 1% tsk engifer 1 msk kanill 1 tsk negull 4 tsk natron 300 gr smjörlíki 2 egg ea 1 kg hveiti Hitið sykur, síróp og krydd upp undir suðu og hrærið í þangað til að sykurinn er alveg bráðinn. Takið af hitanum og látið natron út í. Þeytið þangað til að freyðir. Hellið þessum heita massa yfir smjörlíkið, sem er ilátið í stórt fat, og hrærið í nokkrar mínútur. Hrærið þeyttum eggjunum út. í og látið allt kólna áður en hveitið hrærist — og síðan hnoðist — smám saman. Fletjið deigið út og skerið myndirnar út, ef ekki fást mót í búð- unum þá getið þið sjálfar skorið mynd út í pappa og síðan skorið deigið út eftir því. Leggið kökumar á smurðar plötur og bakið þær adð 225°. Gætið þess að þær verði ekki of dökkar. Skreytið kökurnar með glassúr, búnu til úr: 1 eggjahvítu, hræðri með 125 gr síuðum flórsykri. Sprautið þessum massa á kökurnar úr rjómasprautu með (mjóu) litlu opi, eða búið til kramarhús úr smjörpappír og klippið ofurlítið op. Sultukökur. 250 gr smjör 200 gr sykur 1 egg 100 gr möndlur 350 gr hveiti sulta (nokkuS þykk) Hrærið smjör og sykur, hrærið egginu út í og hnoðið síðan deigið vel með fínt möluðum möndlum og hveiti. Deigið látið vera á köld- um stað í ca 2 klst., áður en það er flatt út með kökukefli og er skorið í fremur litla fer- hyrninga með kleinujárni. ijátið 1 tsk. af fremur þykkri sultu á hverja köku og brettið upp á tvö horn vfir kökuna. Bakað við góð- an hita, ca 200°, í 10—11 mín. Það má einnig nota þetta deig í aðrar smákökur, t. d. litlar kúlur, sem eru síðan flattar út með gaffli og síðan dýft niður í bráðið súkkulaði, þegar búið er að balka þær. Válmúahjörtu. 100 gr smjör 1 dl sykur (85 gr) Í4 tsk kanel y2 tsk kardemommur 1 egg V2 tsk lijartasalt 200 gr hveiti egg og birki Hrærið smjör, sykur og krydd saman, hrærið eggið iit í og helmingnum af hveitinu. Síið síðan út í afganginn af hveitinu hjartasalinu og hnoðið. Látið deigið á kaldan stað í nokkr- ar klst., þá er það flatt út með kökukefli, skorið út eins og hjörtu, síðan penslað með eggi og dýft niður í birki. Ba'kist við meðal- hita (170°) í ca. 12 mín. Jólákransinn handa ömmu. 50 gr smjörlíki 250 gr hveiti 50 gr sykur 14 tsk salt y2 msk rifin sítrónubörkur (% sítróna) 25 gr ger (pressuger) 1 dl mjólk Kákan er fyllt: 100 gr smjörlíki y2 dl mjólk 65 gr sykur 25 gr hakkaðar hnetur 50 gr rúsínur y2 msk rifinn sítrónubörkur egg til að pensla Þetta er setit í pott og soðið í nokkrar mín. Síðan kælt. heimilisblaðið 253

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.