Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 39

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 39
„En livað liann s^mgur fallega," segir Kalli dag nokkurn, þegar bangsarnir lieyra söngfugl kvaka uppi í tré. „Hlauptu lieim eftir búrinu, við verðum að f anga liann! ‘ ‘ En þegar búið er að loka fuglinn í búrinu og sejta það á kommóðuna, fœst hann ekki til að syngja framar. Hann situr bara hnípinn. „Berðu þig vel, gamli minn,“ segir Kalli, „því nú sleppum við þér lausum, svo þú komist í þitt góða skap aftur.' ‘ Og þegar búrið var opnað flaug fuglinn glaður á brott. En skömmu siðar kom hann aftur með hóp af félögum sínum og þá fengu bangsarnir að Iilusta á liinn indælasta kórsöng. Kalli og alli hafa keypt sér fánastöng. „Viltu bera hana heim fyrir okkur?“ „Gjarnan,“ segir fílinn góði, „ég legg strax af stað.‘ ‘ En verkefnið reyndist erfiðara en Júmbó hafði ímyndað sér. Stöngin er alltaf að rekast í trén og loksins fer hann ofan að sjó og kallar á sverðfiskinn. „Viltu vera svo vænn að saga þessa stöng í fjóra parta,“ biður fíllinn. Sverðfisk- urinn er fús til þess, og 1—2—3, stöngin er komin í parta. „Næst verðum við sjálfir að bera hana lieim,“ hrópar Kalli, þegar hann heyrir útskýringar Júmbós. „Já, eða geta þess strax, livað við ætium að gera við stöngina," bætir Palli við.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.