Muninn

Árgangur

Muninn - 15.02.1972, Blaðsíða 1

Muninn - 15.02.1972, Blaðsíða 1
MINNSTI-MUNINN 9. tbl. - 44. árg. - 1972 Ritstjórn Munins skipulagði útgáfuna. Stefánsson. — Einar Kjartansson. — Hjört- l'eir sem unnu blaðið: ur Gíslason. — Einar Steingrímsson. — F. Haukur Halls. (ritstj). — Þröstur Ás- Þórólfur Matthíasson. — Sumarliði ísleifs- mundsson. — Björa Garðarsson. — Stefán son. — Blaðið er prentað hjá Berg sf. ¦;- ¦:¦ B V -:- -:- -;- v- Við krefjumst þess að ákvæðum reglugerðar verði framfylgt í hvívetna -;- Við krefjumst þess að lýðræði verði komið á í stjórnun skólans -;- Við kref jumst þess að einræðisaðstaða yfirvalds- ins verði afnumln -:- Við krefjumst þess að litið verði í reynd á nám sem vinnu -;- Við krefjumst þess að litið verði svo á í reynd að skólinn sé vegna nemenda -;- Við krefjumst þess að vistarmál verði tekin til gagngerrar athugunar með hliðsjón af kröfum vistarbúa -;- V, -;- Við kref jumst kennslu í félagsvísindum og sér- stakrar félagsfræðideildar A V A R P Nógu lengi hafa menn nöldrað hver í sínu horni. Nógu lengi höfum við beðið eftir úrbótum á því vandræðaástandi, sem ríkir í málefnum mennta- skólanna. Til marks um það er hin fallega og vel orðaða reglugerð, sem menntamálaráðuneytið gaf okkur, — en því miður hafa efndir orðið svo slæleg- ar, að slíks eru fá dæmi. Slíkar friðunaraðgerðir villa okkur ekki lengur sýn. — Nú skiptum við um baráttuaðferð! í öllum menntaskólum landsins hafa nemendur sameinazt um að gera verkfall í dag. Þessum aðgerð- um er beint gegn stjórn skólamála í landinu. Þeim er ætlað að yekja athygli valdamanna á þeirri djúp- stæðu óánægju, sem ríkir meðal íslenzkra mennta- skólanema, sökum þess, hve kröfur þeirra og ábend- ingar um úrbætur hafa algjörlega verið sniðgengn- ar. Við nemendur MA skumm ekki láta okkar eftir liggja íþessari baráttu. í dag gerum við verkfall til að sýna samstöðu í baráttu allra menntaskólanema um leið og við krefjumst þess að skólayfirvöld hér taki fullt tillit til ályktana nýafsaðins nemenda- þings, Sundraðir föllum vér — sameinaðir stöndum vér. Samstaðan er okkar sterkasta afl. Þess vegna má enginn skerast úr leik. Þess vegna skulum við hef ja þessa baráttu upp yfir hversdagskritur, því þetta ér raunverulegt stórmál og hagsmunamál okkar allra. Nemendur MA! Stund aðgerðanna er runnin upp!

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.