Muninn

Árgangur

Muninn - 15.02.1972, Blaðsíða 2

Muninn - 15.02.1972, Blaðsíða 2
SkÓLAMÁLAÞING í MA Dagana 6. —16. febrúar var haldið þing í MA á vegum Hagsmunaráðs. þar sem nemendur og kenn- arar fjölluðu um ýmis mál sem varða skólann og skólastarfið. Öllum nemendum og kennurum skólans var frjálst að taka þátt í störfum þingsins, en sérstak- lega var mælzt til þess að deildarstjórar og a.m.k. einn nemandi úr hverri bckkjardeild sæktu þingið. Á fyrsta fundi þingsins var ákveðið að þingfultrúar skiptu sér í þrjá hópa sem fjalla skyldu um þessa málaflokka: Menntaskólareglugerðina, framtíðarverk- efni. og kennslu í einstökum greinum. Þessir hópar lcomu síðan saman nokkrum sinnum og sömdu tillögur sem lagðar voru fyrir lokafundi þingsins 13. og 16. febrúar. þar sem þær voru ræddar og afgreiddar. FRAMTBÐARVERKEFNI 1. Þingið áiyktar að taka beri sem allra fyrst upp ..stiga og punktakcrfi“ hér í skóla. Rökstuðningur: Þar sem þetta kerfi hefur alla kosti fram yfir nú- verandi kerfi, að undanteknum fáum framkvæmda- atriðum, — fyrst og fremst í sambandi við húsnæði og sundurslitinn skólatíma teiur þingið, að Mennta- skólinn á Akureyri hafi betri aðstöðu en aðrir mennta- skólar til þess að taka upp þetta kerfi. 1 þessu sam- bandi má benda á það, að í MH, þar sem ákveðið er að taka þetta kerfi upp næsta haust, er i vetur tvísett í 1. og 2. bekk, auk þess sem nemendur eiga yfirleitt margfalt lengra að sækja skólann þar en hér. Helztu kostir stiga- og punktakerfisins eru þeir. að það gef- ur mun bctri nýtingu á tíma nemenda, þar sem þeir geta valið sér námshraða eftir getu. Einnig gefur þetta kerfi möguleika á miklu fleiri námsleiðum heldur en núgildandi kerfi. Auk þess má benda á það, að sam- lcvæmt stiga- og punktakerfinu yrði ráðning kennara í valgreinar auðveldari. þar sem ekki yrði nauðsynlegt að ráða kennara í þeim til heils árs. 2. Þingið ályktar að skilyrðislaust beri að efna til félagsfræðikennslu við skólann næsta vetur. . 1 þessu sambandi má minna á það, að i reglu- gerðinni er beinlínis gert ráð fyrir félagsfræðikjör- sviði með 33 einingum í hagfræði og félagsfræði, sögu, heimspeki og sálfræði. 1 umræðum um þessa ályktun kom fram, að veru- legur áhugi er meðal nemenda í 4. bekk, bæði stærð- fræðideildar og máiadeildar, á þvi að komið verði á fót féiagsfræðikjörsviði, svipuðu því, sem reglugerðin gerir ráð fyrir. Hafa nokkrir nemendur hug á þvi að skipta um skóla, verði ekki um féiagsfræðikjörsvið að ræða hér i skóla. 3. Þingið ályktar að gefa verði nemendum kost á að vinna heimanám sitt í skóianum, þar sem þeir ættu kost á leiðbeiningum, handbókum og öðrum hjálp artækjum. I þessu sambandi má benda á þann mögu- lcika, að nemendur úr efri bekkjunum gætu að ein- hverju leyti komið í stað kennara við leiðbeiningar og eftirlit. — Samanber 72. grein reglugerðar. 4. Þingið ályktar, að nemendum MA beri að vera með í ráðum við ráðningu nýs skólameistara. Þingið telur nauðsynlegt, að ákvörðun í þessu máli verði tekin sem fyrst og nýr melstari verði valinn i síðasta lagi 1. júní næstkomandi. RÖKSTUÐNINGUR: 1. Til þess að nemendur geti verið með í ráðum við ráðningu meistara, verður að taka ákvörðun áður cn skóla lýkur. — 2. Með hliðsjón af óhjákvæmi- legum breytingum á kennslu næsta vetur, bæði vegna rcglugerðarinnar og þeirra atriða, sem fram koma í ályktunum þingsins, er nauðsynlegt að sá maður, er gegna mun starfi meistara næsta vetur, taki við starfinu strax í vor. 5. Þingið mælir með því, að ráðningartími skóla- meistara verði 4 ár. t umræðum um tvo síðustu liðina lýstu allir við- staddir kennarar yfir eindregnum stuðningi sínum við þá. 6. Þingið tclur, að útvegun allra námsbóka, bæði erlendra og innlendra, eigi að vera i höndum ríkisútgáfu námsbóka og að bækurnar eigi að vera ókeypis. SKÓLALÝÐRÆÐI I. f dag er í skólanum einræðisstjómarfyrirkomulag með ráðgefandi fulltrúaþingi (þ. e. skólaráð) (sbr. 63, 64 og 76). Þingið telur, nieð tilhöfðun til sögulegrar rcynslu, að það stjórnarfyrirkomulag sé farsælast, þar sem hvcrjum og einum þegn (í þessu tilviki nemendum og kennurum) er tryggður jafn réttur og tryggð jöfn aðstaða til að láta sjónarmið sitt í ljós og hafa bein áhrif á stjómun og stjórnskipun samfélagsins (i þessu tilviki skólans). Því er það vilji þingsins, að stefnt verði að beinu lýðræði í skóianum ú jafnréttisgrundvelli og þvi komið á hið fyrsta. I þessu sambandi vill þingið niinna á eftirfarandi atriði: 1. ! 2. gr. reglugerðarinnar stcndur svo: „Það er markmið menntaskóla að . . . búa þá undir . . . þátttöku í lífi og starfi þjóðfélagsins." Það er skoð- un þingsins .að ekki sé vænlegt að markmið þessarar greinar náist með því að láta þegna skólans lifa við einræðisstjórnarfyrirkomulag skóianna eins og það er í dag. Er það slæmur undirbúningur fyrir þátt- töku í lífi og starfi lýðræðisþjóðfélagsins. 2. Það er skoðun þingsins, að eftir því sem almenn þátttaka í umræðum um samfélagið (í þessu tilviki skólann) og gagntýni á það sé meiri, þeim mun far- sælli verði stjómun þess. Því er það m. a. hlutverk skólans að hvetja til og efla þessar umræður. Það verður bezt gert með því að færa völd og ábyrgð jafnt yfir á alla þegnana, þ. c. með skólalýðræði. 3. Þingið harmar þá gagnkvæmu tortryggni, sem ríkir milli yfirvaldsins og þegna þessa samfé- lags okkar. skólans. Þingið bendir á, að eina leiðin til að eyða tortryggni sé að nema brott öll þau laga- ákvæði, sem veita skólastjóra einræðisaðstöðu. 4. Þingið vill ennfremur benda á, að vegna þess að skólinn er fámcnnt samfélag, þá sé tiltölu- lega auðvett að koma í framkvæmd beinu lýðræði á jafnréttisgrundvelli. II. Einnig er það skoðun þingsins, að ef tryggja eigi farsæla stjórn i skólanum, þar sem réttur þegnanna (kcnnara og nemenda) er tryggður. þá beri að sund- urgreina valdið í sín þrjú valdssvið, þ. e. löggjafar- vald, framkvæmdavald og dómsvald. 1. LÖGGJAFARVALD Eins og nú er háttað, er löggjafarvaldið í höndum landsstjórnar og ráðuneytis. Þingið telur ekki rétt að breyta því fyrirkomulagi (að sinni). Hins vegar á samkvæmt 80. gr. reglugerðarinnar hver skóli að setja sínar scrreglur. Þingið álitur það brýna nauðsyn. að scrreglur MA verði skráðar, þannig að framvegis verði dæmt eftir skriflegum lögum en ekki hefðum og duttlungum yfirvalds skólans. Auk þess bendum við á, að það sé lágmarkskrafa um réttaröryggi þegna skólans (nemenda og kennara) að þeir viti hvað séu lög í þessum skóla. Kosin yrði leyniiegri kosningu fimm manna nefnd til að skrá þessi lög. Yrði sú kosning á jafnréttisgrund velli, þannig að atkvæði kennara og nemenda væru jöfn. Þó skuli þess gætt, að tveir kennarar sitji í nefndinni og þá þrír nemendur. Lögin síðan borin undir almennan skólafund og nægði einfaldur meiri- hluti til samþykktar. 2. DÓMSVALD Setja skal á fót „skóladóm", sem dæmi um öll agabrot þegna skólans og fjalli einnig um ágrein- ingsmál vegna franikvæmdar eða túlkunav á reglu- gerð. Dómendur skulu vera fimm, þrír nemendur og tveir kennarar. Dómendur skulu kosnir í leynilegum kosningum, þar sem nemendur og kennarar skulu liafa jafnan atkvæðisrétt. v Kennarar og nemcndur cvu skyldugir að taka kosn- ingu. 3. FRAMIfVÆMDAVALD 63. grein. Þingið leggur til, að 1. málsgrein hljóði svo: Yfirstjórn skólanna cr menntamálaráðuneytið. Skólastjórn er skólastjóri og skólaráð undir forsæti hans. Skólaráð skipa þrír nemcndur og tveir kenn- arar kosnir leynilegri kosningu, jiar sein atkvæði kcnnara og nemenda e:-u jöfn og hafa þeir allir jöfn réttindi. Skólastjóri er skólasíjðrn til aðsioðar um stjórn skólans og rekstur. Skólastjðri kveður skóla- ráð til fundar með reglulegu millibili og auk þcss cftir þörfum. Ef ágreiningur rís í skólastjörn, ræður meirihluti atkvæða. Falli atkvæði jöfn, skoðast til- lagan felld. III. Það er skoðun þingsins, að heimavist MA og skól- inn séu tvær aðskildar stofnanir. Það er vilji þingsins, að stjórnfyrirkomulag sam- bærilegt framangreindu mtillöguin verði upp tekið á heimavist. (Þá er átt við: Að kosin verði löggjafarnefnd af vistarbúum, þó þannig að húsbóndi heimavistar sé sjálfkjörinn. Lögin yrðu síðan borin undir almennan vistarfund. Nægi einfaldur meirihluti til samþykkis. Að kosin verði Vstiardómur af vistarbúum, sem í eigi sæti vistarbúar eingöngu. Að kosið verði Vistarráð af vistarbúum, sem í eigi sæti vistarbúar cingöngu. Húsbóndi heimavistar vcrði Vistarráði til aðstoðar.) Þingið vill leggja sérstaka áherzlu á, að það verði gcrt hið bráðasta. Þingið vill lýsa ánægju sinni með framgang má!a í ML, er vistarbúum var aflient stjórn vistarinnar, og telur það fordæmi til eftirbreytni. Ath. Breyta verður gr. 53, C 3 lið, í samræmi við ofangreint, þannig: Menntamálaráðuneytið ræður húsbónda, og skal hann hafa með höndum unisjón í heimavist nemenda. Þingið telur að nauðsyn sé á að lög um hcimavist MA verði tekin til gagngerðar endurskoðunar og þar á meðal 10. gr. og 12. gr. gjörbreytt. FR4MKVÆMD REGLUGERÐAR Þingið benti á það, að eftirfarandi greinar reglu- gerðarinnar eru að mestu leyti hunzaðar. 15. g. Kennslan skal í hvívetna miða að því að glæða sjálfstæða hugsun og andlegan heiðarleik nemenda. Skulu kennarar, eftir því sem hver námsgrein gefur tök á, veita nemendum tækifæri til að efla dóm- greind sína og sanngirni með því að kynnast ólíkum kenningum og skoðunum, gagnrýna viðhorf og nið- urstöður og fella rökstudda dóma. Skal jafnan að því stefnt, að nemendum skiljist af eigin raun, að mark- mið námsins er ekki fyrst og fremst að tileinka sér viðtekin þekkingaratriði eða sjónarmið, heldur að læra að umgangast staðreyndir og hugmyndir af heiðarleik, víðsýni og umburðarlyndi. 17. gr. Skólastjóm skal gæta þess, að námsþoli nemenda sé ekki ofboðið. Sérstök áhcrzla skal á það iögð, að vinnuálag sé sem jafnast og kennslu þannig hagað, að stilla megi kröfum um próflestur í hóf. Einnig skal þess gætt, að vinna nemenda skiptist á náms- greinar eftir sanngjörnum hlutföllum, og skal skóla- stjóm sjá svo um, að deildarstjórar hafi sem nánasta samvinnu sín á milli um þetta efni. 72. gr. Stefnt skal að því, að nemendur og kennarar geti lokið sem mestu af daglegir vinnu sinni i skólanum. Svo skal til haga, eftir þvi sem unnt er, að kennslu Ijúki sem fyrst á laugardögum og undirbúningsvinna nemenda um helgar verði sem minnst.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.