Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Side 6

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Side 6
Aðeins sleáahundur Saga frá norðlægum slóðum eftir SEWELL PEASLEE WRIGHT Taban bærði heilbrigða eyrað aftur á við. Það var eina merkið sem hann gaf frá sér, þegar hann sá mennina tvo nálg- ast. „Hann er ekkert sérlega hættulegur," sagði annar mannanna. „Hafðu bara gæt- ur á honum og láttu hann vita af keyrinu, þá vinnur hann á við tvo. Taktu eftir því, hvað hann er stór.“ „Já, óneitanlega — og hvað hann hefur særzt á hausnum. Það er ekki af engu, sem orð fer af honum sem varghundi. Ég þarf á öflugum hundi að halda, en ég veit satt að segja ekki hvort ég get ráðið við aðra eins skepnu og þennan hund.“ Eigandi Tabans yppti öxlum. „Þú færð hann ódýrt.“ „Að vísu,“ svaraði hinn, kinkaði kolli og virti hundinn fyrir sér tvílráður. Gaumgæfið tillit Tabans vék frá ein- um manninum til annars. Honum var illa við mennina báða — eiganda sinn vegna þess að hann þekkti svipuna hans; hinn fyrir það eitt, að hann var maður, og Tab- an var grimmur út í alla menn. „Það er Mackenzie -blóðið í honum sem gerir hann svona óeirinn," sagði eigand- inn. „Þessir stóru, svörtu garpar eru sann- kölluð villidýr. Ég átti móður hans, og enginn kom nálægt henni án þess að verða handarvana. Eh að dugnaði jafnaðist eng- inn á við hana.“ Hann gekk varkárlega fáein skref fram á við. Taban lyfti höfði frá framfótun- um., og hárin á herðakambinum risu. Þetta var aðvörun. Hversvegna gátu þessar mannskepnur ekki haldið sig í hæfilegri fjarlægð? En það lærðu þær aldrei. Eig- andi Tabans kom nær, hélt á svipunni ör- ugri og sveiflaði blýhandfanginu. Taban bretti granir, svo að skein í stór- ar vígtennurnar. Úr barka hans rumdi síðasta aðvörunin. „Taban!“ Rödd mannsins kvað við eins og svipuhögg. „Rólegur, karlinn — annars mola ég á þér hausinn!" Einnig þetta var aðvörun. Taban þekkti þennan tón. Hann vissi eins vel hvað hann þýddi, eins og hann hefði skilið sjálf orð- in. Ef hann tæki nú undir sig stökk — og afturfætur hans skulfu af löngun til að senda hann beint upp í barkann á mann- inum — þá myndi blýklætt svipuskaftið ríða á trýni hans, en það var ólýsanlega sárt. Síðan myndi svipan sjálf lemjast um haus hans og ragn og formælingar fylgja. Það var furðulegt, að þegar maðurinn var reiður, þá gat rödd hans nánast verið jafn beitt og svipuhöggin hans, miskunnarlaus og áhrifarík. Þar sem Taban var nú frammi fyrir manninum og svipu hans, lét hann haus- inn síga aftur niður á framlappirnar, og ögrandi urrið í hálsi hans dó út. Hárin á herðakambinum héldu þó áfram að rísa, og hatur hans skein úr rauðmatandi aug- unum sem hann beindi að húsbónda sín- um. En hann hafði gert samning, látið í minni pokann, enda þótt hatur hans aðeins efldist fyrir bragðið. „Þarna sérðu!“ hálfhló maðurinn. „Hann lætur skína í tennurnar, svo sem — en hann veit hvað svipa þýðir. Og eins og ég hef sagt, Billy, þá er enginn sem jafnast á við hann sem vinnudýr. Hvað segirðu um þetta?“ „Ég held ég taki hann bara. Fjórii' hundar nægja mér ekki. Mér er þvert um 78 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.