Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Síða 15

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Síða 15
Verð að tala við þig, Sylvía; ég má til að fá að vera nálægt þér. Er það mögulegt, Sylvía ? Viltu eiga það á hættu mín vegna?“ »Ef þú óskar þess — þá ... auðvitað.“ Hann gekk aftur eitt skref í áttina til hennar, en hélt sér þó í hæfilegri fjarlægð H’á henni. 1 hinum daufa bjarma frá sEigganum athugaði hann andlit hennar, °£ drakk með þyrstu augnaráði fegurð hennar. „Að sjá þig svona,“ umlaði í hon- Urn, „það er sannarlega tveggja ára virði að bíða þess. Aðeins eftir að sjá þig, Sylvía. En það er eitt, sem þú mátt til ^eð að segja mér. Er meiri von fyrir mig núna en áður?“ >,Ert þú nokkuð öðruvísi, Jim?“ >,Já, ég hef breytzt, ég hafði alltaf hugs- að mér, að ég gæti aldrei lifað sem brodd- borgari, en núna hugsa ég það mál öðru v'!si. Ég veit, að það er ógerningur að lifa t*ví h'fi, sem ég hef lifað. En, Sylvía, það væri ekki hreinasta fjarstæða fyrir mig aÚ ætla að lifa innan um æruverðuga og löghlýðna menn. Það er enginn nema þú, seni hefur séð andlit mitt. 0g það er eng- lnn, sem veit með vissu, hver ég er.“ „Ekki núna? Komstu ekki æðandi inn a vetingahúsið í gærmorgun eins og vit- aus maður, án þess að .. . “ Hví hafði hann gleymt. Hann hafði Sleymt, að hann varð að taka allt á sig, Sern hinn aumi Tom Converse hafði gert, ellls það hefði verið hann sjálfur. „Þeir sáu mér bara bregða fyrir,“ sagði lann, ,,og þeir voru svo utan við sig, að Þeir vissu ekki einu sinni, hvað þeir sáu.“ »Já, já,“ samsinnti unga stúlkan áköf. „Þeir hafa orðið svo felmtraðir og hrædd- n> að þeir hafa séð ofsjónir. Þeir sögðu minnst tveim þumlungum hærri en Þu ert, herðabreiðari og unglegri.“ „Jæja, en hlustaðu nú á, hvað ég hef Hiðgert, Sylvía. Mér hefur komið í hug, a Þú fserir héðan og kæmir austur á bóg- lnn með mér. Þar gætum við gift okkur HEiMILISBLAÐIÐ og reist bú, án þess að nokkur færi að spyrjast fyrir um okkur. Gætirðu ekki hugsað þér það, Sylvía? „Þú mátt ekki spyrja mig um þetta núna,“ sagði hún biðjandi. „Að sinni er ég svo glöð yfir, að þú skulir vera kominn aftur.“ „Já, en þú verður að segja eitthvað, Sylvía. Þú verður að lofa mér að vona . . . “ „Já, ja-á,“ sagði hún hikandi. „En ég hef svo margt að hugsa, Jim. Ég veit hvorki út né inn. Þeir segja mér svo margt hræðilegt um þig, það hefur oft verið erfitt fyrir mig að hlusta á það, eins og þú getur skilið. Þeir hafa jafnvel stundum ætlað að kvelja úr mér líftóruna ...“ „Þeir hafa ásakað mig um glæpi, sem gerzt hafa á öðrum stöðum en ég hef dval- ið á, Sylvía.“ „Já, ég veit það, þú hefur sagt mér það sjálfsagt hundrað sinnum. En hugsaðu þér allan þann tíma, sem ég hef ekkert frétt af þér. 1 allan þenna tíma hef ég haldið tryggð við þig, Jim. Ég hef alltaf verið þér trú. Ég hef aldrei sagt að ég elskaði þig, því að það geri ég sjálfsagt ekki — ekki á þann hátt, sem þú mundir óska, en ég hef sem sagt ekki skipt mér af nein- um öðrum mönnum. Bara beðið eftir að þú kæmir aftur, og þegar þú svo komst — já, þá hafði ég hugsað mér að fá að- eins eina sönnun, sönnun, sem segði mér allt. Skilurðu mig, Jim?“ „Skil? Segðu mér, hvernig sönnun það er, Sylvía. Segðu mér, hvað þú vilt heimta af mér, og ég skal gera allt fyrir þig.“ „Ég hef lengi verið að hugsa um, hvern- ig ég ætti að fá þannig sönnun,“ sagði hún. „Og svo datt mér það í hug um dag- inn. Það var það, sem ég skrifaði þér í gær.“ „Hver fjandinn hafði staðið í þessu bréfi,“ hugsaði Skugginn. Svo sagði hann upphátt: „Endurtaktu það, Sylvía.“ „Það er ómögulegt, þú getur ekki hafa gleymt því?“ 87

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.