Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Page 17

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Page 17
hann legði líf sitt í hættu fyrir hana. Það var alls ekki minna en lífsháski. Carlton- fangelsi var alræmt og talið öruggasta fangelsi landsins, enda var það áreiðan- |eSa enginn barnaleikur að brjótast þar inn. >.Ég skil þig vel, Sylvía,“ sagði hann. »En veiztu, að Carlton-fangelsi er örugg- asta fangelsið á minnst fimm hundruð wílna svæði. Það er það harðvítugasta fangelsi, sem til er.“ ..Hvernig stendur á því?“ sagði hún, °8' það var eins og vonbrigði í röddinni at af framkomu hans. „Ég hef heyrt, að hinir og þessir hafi brotizt þaðan út núna seinustu árin.“ »Já, það getur vel verið, það getur ver- rétt. En einmitt þess vegna er það svo aiiklu verra núna. Fangelsið hefur verið *Jy&g't upp, svo það líkist herkastala einna helzt. Ég vildi, að þú hefðir beðið mig um eitthvað annað, sem ég gæti gert fyrir þig. En ég er fús til að gera allt, hvað sem er> ef það er fyrir þig . . . “ »Allt annað en það, sem ég bið þig um,“ ^ótmælti hún. „Þú vilt ekki einu sinni 1-eyna það? Ó, Jim, ég hef heyrt talað um sv° mörg ótrúleg afrek, sem þú hefur unnið. Það eitt, að þú skyldir geta flúið af gistihúsinu, þótt fleiri hundruð manns Víei'i að gæta þín — og þar á meðal Thom- as sheriff . .. “ >,Þeir hafa mann, sém er næstum því eins slyngur og Tómas gamli í Carlton," Sagði Skugginn, „það er Joe Shriner. Hann er hið mesta varmenni. Það er sagt, að hann sofi aldrei.“ „Þú vilt ekki reyna?“ Hann var næstum búinn að svara henni ^ölvandi af illsku. Hún vissi ekki, hvaða °furefli hún heimtaði af honum, og þó tlð hún vissi það, þá stóð henni máske al- Veg á sama. Það var sannarlega líkt kven- ðlhinu, að hugsa þannig. „Ég skal gera tilraun til þess?“ svaraði hann. „Þú ætlar þá að leggja þig allan fram til þess?“ Skugginn hnyklaði biýnnar, og það vildi honum til, að hún gat ekki séð háðsbrosið, sem lék um varir hans. „Auðvitað,“ sagði hann. „Ef þú verður rólegri, þegar ég segi þér að ég verði að leggja líf mitt í sölurnar til þess.“ „Ef þú gerir þetta? Ef þú nærð í Benn út úr fangelsinu, ef þú bjargar honum frá að verða brennimerktur alla sína ævi sem afbrotamaður . . . þá . . . vil ég verða konan þín og elska þig af öllu hjarta.“ XV. Sheriffinn tekur til starfa. Algie Thomas gamli var orðinn enn meir hugsandi og fátalaðri en áður, ef hann var spurður, hvers vegna hann væri svona, svaraði hann hreinskilnislega: „Nú er annað hvort um líf hans eða mannorð mitt að tefla.“ Og um kvöldið yf- irgaf hann veitingahúsið, þaðan sem Tom Converse hafði flúið á svo undursamleg- an hátt. „Og grunur minn er sá,“ bætti hann við, „að það verði ég, sem lýt í lægra haldi. Þetta er sá fyrsti maður, sem ég hef álitið bandsjóðandi vitlausan. Gæti nokkrum dottið í hug, að pilturinn væri svo ósvífinn að koma upp í sólbyrgið til mín og tala við mig, rétt eins og við vær- um gamlir félagar! Nei — nei, þegar einn þorpari vogar sér svo mikið við mig, þá er það sönnun um það, að Algie Thomas gamli er að verða búinn að vera. Ég sá reyndar, að hann var knálegur maður, enda sneri hann á Alec McGregor og Johnson, en hverjum átti að detta í hug, að Skugg- inn væri svona ungur og liti jafn ánægju- lega út með alla þessa glæpi á samvizkunni ? En hinn hlæjandi er verri en sá, sem minna lætur yfir sér, og ég get ekki farið róleg- ur í gröfina fyrr en það er útkljáð, hvor okkar er sterkari. Kannski er ég nú orð- inn of gamall til að leggja af stað í þannig ævintýri, en ég skal gera mitt ýtrasta.“ H E I M I L I S B L A Ð I Ð 89

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.