Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 4
leg. Um leið og- hann sneiddi hjá freyð- andi lækjarósnum, stökk hann upp á klettasnös og hélt sig þar, óhagganlegur eins og kletturinn — og hélt vakandi auga með ánni. Þegar hann hafði séð tvo laxa stökkva smaug hann sjálfur niður í vatn- ið, hljóðlaust og mjúklega rétt eins og hann væri olíusmurður. Oturinn var svo sannarlega hagvanur í vatninu, engu síður en hver fiskur sem var, enda þótt hann væri þeim annmarka búinn að þurfa endrum og eins að fara upp á yfirborðið til að anda. Hvað hrað- anum viðvék, þá stóðst hann hvaða fisk sem var, því að fiskarnir syntu hægar en hann. Honum. var hægðarleikur að klófesta hrognkelsi og þykku fiskana sem héldu sig við botnleðjuna. En nú var um lax að ræða, og þá var otrinum ljóst, að hann þyrfti á allri sinni snilli að halda, bæði andlegri og líkamlegri. Hægt og gætilega nálgaðist hann nú meginstrauminn í skjóli klettadranga, unz hann var kominn harla nálægt laxatorfunni sem hélt kyrru fyrii’ og undi sér við að snúa andstreymis. Ot- urinn valdi sér stóra fiskinn fagra — 112 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.