Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1977, Page 13

Heimilisblaðið - 01.07.1977, Page 13
0S" Billy gengju þar inn — til þess að hverfa þaðan ekki út aftur. »Ég kom hingað varðandi starfið," sagði hún. Ungi maðurinn starði á hana. „Voruð það ekki þér, sem stóðuð í verzlun græn- ^etissalans áðan?“ »Jú. Frú Brown sagði mér, að þér vær- uð að leita að húshjálp,“ útskýrði Freddie. »Við þekkjumst. Ég er þeirrar skoðunar, að ég geti tekið starfið að mér, ef þér . .. “ Terry þerrði af höndum sér á þurrk- unni. »En ég hef bara ekki efni á því að ráða til mín stúlku eins og yður.“ »Bað skiptir minnstu máli, hr. Northam. hef dálæti á börnum, og nú sem stend- Ur hef ég ekkert fast starf. Leyfið mér að reyna.“ »Já, en ég get bara áreiðanlega ekki horgað yður það sem þér munuð fara fram a- Eg hafði hugsað mér roskna konu, sem vantaði heimili, og ég gæti hugsað mér að borga henni tíu eða tólf skildinga á viku. Hún gæti að sjálfsögðu búið hér, eu það gætuð þér hinsvegar alls ekki . .. “ Ereddie hafði ekki hugsað út í þessa hlið málsins. En auðvitað hafði hann rétt jTi’ir sér. Það gat varla blessast, að hún -Vggi hjá honum. »Það gerir ekkert til, ég get sofið heima,“ •sa&ði hún. Henni varð litið til stigans sem a UPP. „Er barnaherbergi ?“ spurði hún. Þegar Terence Northam gekk upp þög- U11 ' a undan henni, tók hún það sem svo, að hún væri ráðin. Ereddie komst að raun um margt varð- andi oiginkonu Terence Noi-tham um leið 0g hún gerði hreint og tók til í húsinu eftir hana. Eahlia Northam hafði átt ríkulegt úr- hmvatna og púðurs. Baðherbergið var h af tómum glösum og farðakrukkum. Un hafði átt fína og fallega náttkjóla mikið af næfurþunnum sokkum. Hún H E 1 M I L I S B L A Ð I Ð hafði góðan smekk. Húsið var fallega skreytt, litum blandað hæfilega saman. Jafnvel eldhúsið var smekklega búið. Freddie fékk þá hugmynd, að hús þetta hefði verið innréttað og útbúið þannig, að það mætti líkjast sem mest brúðuheim- ili, unaðslegum ramma utan um fagra brúðu. ' En raunveruleikinn hafði barið að dyr- um í veru Sallyar og Bills og peninga- vandræða. Störfin innan heimilisins höfðu vaxið henni upp yfir höfuð, börnin orðið plága, og svo hafði komið, að hvorki var ráð til eins né neins. Dahlia hafði hvorki skapgerð né ástríki til að bera, sem nægði til þess að þrauka erfiðleikana af, og þeg- ar brúðuheimilið var ekki orðið neitt brúðuheimili lengur, þá hafði hún hlaupið burt frá öllu saman. Það stóð ennþá ljósmynd af henni á skrifborði Terrys, lítilli og grannvaxinni með dökka lokka, langa og granna hand- leggi og nettar hendur. Aðeins karlmaður gæti látið sér detta í hug að setja þannig veru í húsverk og gert sér vonir um, að hún m.yndi halda þeim áfram. En Terry hélt áfram að elska hana, og Freddie gat ekki gert að því að gremj- ast það, því að minna mátti sjá en það, að hann syrgði Dahliu sína stöðugt. Hann gat staðið fyrir framan dagstofu- gluggann, sem Freddie hafði gljáfægt svo að rúðan skein eins og demant, og sagt við hana: „Þér hefðuð átt að sjá þessa stofu eins og hún var á meðan Dahlia var ‘hér. Hvað hér var allt fallegt!“ Freddie hefði ekki getað trúað því fyr- irfram, að hún gæti orðið jafn særð. Það var eins og allt verk hennar, öll hennar áreynsla, væri varpað framan í hana. Eins og ekkert sem hún gerði gæti jafnazt á við það, sem Dahlia hafði verið og gert. Terry leit dreyminn út í garðinn, þar sem búið var að klippa runnana, mála garðshliðið og taka til svo nosturslega — 121

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.