Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1977, Qupperneq 22

Heimilisblaðið - 01.07.1977, Qupperneq 22
„Shriner gekk út snöggvast,“ sagði Tom, „hann bað mig að kalla á ykkur á með- an ...“ „Gekk sheriffinn frá og bað yður að kalla á okkur?“ sagði annar þeirra eins og slíkt hefði ekki heyrst fyrr. „Já,“ sagði Tom, „fáið ykkur sæti með- an ég segi ykkur það, sem hann bað mig að skila til ykkar.“ Þeir þáðu það og létu byssurnar síga nið- ur með hliðinni, en er þeir litu upp, horfðu þeir inn í hlaupið á byssu Toms og þeirri, sem Tom hafði tekið af Shriner. „Upp með hendurnar!“ skipaði Tom, „ég geri ykkur ekkert, en ef þið sýnið mótþróa, bind ég skjótan enda á það. Ég hef ekki í hyggju að ganga of nærri ykk- ur, en ef þess þarf með, þá ... Ég er Skugginn, þá vitið þið nóg.“ .Áhrifin, sem nafnið hafði, voru dá- samleg. Fangaverðirnir hófu upp hend- urnar og að setja á þá handjárn, þannig að þeir sneru bökum saman, var ekki mín- útu verk, því að handjárnin voru þeir sjálfir með. „Þið gefið ekki neitt hljóð frá ykkur, þá fer allt vel. Ég kem aftur eftir eitt augnablik, og sjái ég einhverja breytingu, drep ég ykkur með það sama. Hafið þið heyrt það? Ekkert hljóð.“ Hann gekk út úr skrifstofunni með lyklakippuna og nokkur handjárn, sem hann hafði séð í skúffu. En í hinni hélt hann á skammbyssunni. Fangavörðurinn á ganginum sneri sér við í einum rykk. „Upp með hendurnar," skipaði Tom. Byssan skall í gólfið, og hendurnar rétt- ust upp. En þessi skipun hafði meiri áhrif en Tom hafði dottið í hug að taka með í reikninginn. Það kvað við gleðióp frá öll- um fangaklefunum: „Uppreisn — uppreisn — mundu eftir mér, félagi — hjálpaðu mér út — frels- aðu mig!“ heyrðist frá öllum hliðum. „Þegið þið,“ kölluðu aðrar raddir. „Ger- ið ekki’ hávaða. Þá kemur fólk af götunni hingað. Þegið þið . . . þegið þið!“ „Komdu niður,“ sagði Tom við varð- manninn, „en gleymdu ekki að halda hönd- unum uppi.“ „Gefðu honum einn löðrung á kjamm- ann,“ var hvíslað einhvers staðar með hat- | ursfullri röddu. Fangavörðurinn klifraði niður og nálg- aðist klefana sýnilega dauðhræddur, eins og hann byggist við svona meðferð. En Tom lét sér nægja að handjárna hann og festa hann við einn klefann, gefa honum svo góða áminningu og flýta sér svo til klefa Benn Plummers. Hann eyddi ögn af sínum dýrmæta tíma til að finna réttan lykil, og á meðan heyrði hann hvíslandi raddir og sá, að mennimií* þrýstu andlitunum að járngrindunum, ákafir og eftirvæntingarfullir: „Frelsaðu mig næst, vinur! Ég skal launa þér það, svo að þú þurfir ekki að vinna handtak J meir í þínu lífi.“ Aðeins Benn Plummer sat kyrr í miðj- um klefa sínum og lét höfuðið hvíla í hönd- um sér. Ekki minnsta hreyfing bar vott um, að hann vissi, hvað var að gerast í kringum hann. Hann hreyfði sig ekki fyri' en Tom þreif í hann. Svarið var óvænt. „Kominn aftur, djöfullinn —,“ hænsti Benn Plummer og flaug á hann. Tom varði sig eins vel og hann gat með vinstri hendinni og hrökklaðist nokkur skref aftur á bak. „Heimskingi — asni stamaði hann, „geturðu ekki séð, að ég er búinn að ljúka upp fyrir þér.“ „Þetta er einhver bölvuð gildran,“ sagði Benn trylltur af reiði. Hann gekk innar í klefann og starði á dyrnar. „Þetta er ekki annað en gildra, ykkur skal ekki verða kápan úr því klæðinu, að hafa mig ykkui' til skemmtunar — hvorki þér né mann- hundinum Shriner." Fangarnir í hinum klefunum gátu ekki HEIMILISBLAÐlP 130

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.