Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1977, Page 6

Heimilisblaðið - 01.09.1977, Page 6
Neydd til ráðahags SMÁSAGA EFTIR HANS KIRK Þegar Bastholm skipstjóri var orðinn roskinn mjög og hafði önglað svo miklu saman að hann gat litið til framtíðarinn- ar án stórrar áhyggju, seldi hann skút- una sína og keypti sér lítinn kofa niðri við ströndina, þar sem hann gat fylgzt með þeim skipum sem. í höfninni lágu, og gefið hreyfingum þeirra og seglabúnaði gætið og gagnrýnið auga. I sjávarþorpinu litla varð Bastholm brátt þekktur maður, sem flestir óttuðust, — menn óttuðust hann sökum næsta ótrúlegrar þrjózku og áráttu til þess að vera á öðru máli en aðrir. Skipstjórinn gamli hafði í eitt skipti fyrir öll bitið það í sig, að sérhver sá sem leyfði sér að hafa einhverja skoðun sem í minnsta atriði viki frá hans eigin skoð- un, sá væri þrjótur og illvirki og ætti ekki annað betra skilið en vera kjöldreginn. Hann leit á það sem persónulega móðgun og grófan drissughátt gegn Guðs og manna lögum, ef einhver vogaði sér að standa uppi í hárinu á honum; og ef hann sýndi það lítillæti að gefa öðrum gott ráð, þá ætlaðist hann til, að eftir því væi'i farið alveg skilyrðislaust. Nágranni hans, gamli lóssinn sem kom- inn var á eftirlaun, hafði sögu að segja af því, er þeir Bastholm höfðu rættt um það einhverju sinni hvernig veðrið yrði dag- inn eftir. Lóssinn hafði haldið því fram, að stilltt yrði og bjart í veðri, en skip- stjórinn hafði bölvað sér upp á það, að ekki kæmi annað til mála en hann skylli á með vesttan slagviðri. I ljós kom, að lóssinn hafði rétt fyrir sér, en þegar Bast- holm fór í eftirmiðdagsgöngu í garði sín- um, hafði hann með sér uppspennta regn- hlíf. Ef að Bastholm var búinn að segja það yrði rigning, þá var reigning, hvort sem nokkuð rigndi eður ei! Nú má vera, að saga þessi sé ekki að öllu leyti í sam- ræmi við sannleikann — og þó er aldrei að vita. Bastholm var einhver sá þrjózk- asti maður sem nokkru sinni hafði í tvo fætur stigið, og er hann hafði einu sinni tekið einhverja ákvörðun eða komizt að niðurstöðu, þá varð honum ekki frá henni hnikað. Hann var ekkill og átti tvítuga dóttm'. sem hélt heimili fyrir hann. Hvað útlit snerti minnti hún ekkei't á upphaf sitt i föðurætttina. Hann var lágur maður vexti, riðvaxinn og hjólbemóttur, og skeggjað andlitið var samanbitið. Hún var há og bein, grannvaxin með ferskt og fagui't andlit, og falleg brún augu. Þar sem hann var gróður og þrár, þá var hún blíðlynd og eftirgefanleg; og hún var alin upp við það að bera ótakmarkaða virðingu fyi’h* föður sínum og auðsýna honum takmarka- lausa hlýðni og auðsveipni. Það var eitt af grundvallaratriðum í skoðunum Bast- holms, að börn skyldu hlýðnast foreldrum sínum án þess að æmta eða skræmta, o% það var ekki fyrr en Kristine Basthoim kynntist Niels Lund — ungum stýrimannn fæddum þarna í sjávarþorpinu — að hún komst að raun um það, að börn geta tekið upp á því að óhlýðnast foreldrunum eðs öllu heldur aðhafast eitthvað án þess 0$ spyrja þau beinlínis um leyfi. Allavegn bað hún ekki gamla skipstjórann föðm’ sinn um neitt leyfi til að fá sér smá göngm túr með þessum unga og myndarlega pih1 í litla skemmtigarðinum í þorpinu, endn er harla sennilegt að slík tilmæli hefðn beinlínis orðið til þess að Bastholm hefð1 150 HEIMILISBLAÐI#

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.