Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1977, Side 14

Heimilisblaðið - 01.09.1977, Side 14
að hugsa um að gifta mig og setjast að hérna.“ Sheriffinn klóraði sér í liökunni. „Lofið þér mér að sjá skammbyssuna yðar,“ sagði hann. Jim Cochrane rétti honum skammbyss- una og sheriffinn veitti því eftirtekt með sínu glögga auga, hve hljóðlega og ieiftur- snöggt hann tók hana upp. Hann rann- sakaði vopnið nákvæmlega. Skammbyss- unni var vel haldið við, og handfangið bar menjar eftir mikla notkun. Sheriffinn rétti Skugganum hana aftur og andvarpaði. „Hafið þér sama hestinn og ég sá úti í skóginum?“ „Já,“ svaraði Skugginn. „Nú er bezt fyrir yður að hafa tal af Joe Shriner. Ég hef ekkert á móti því að taka yður með, en Joe hefur yngra auga en ég, og hann hefur með-ákvörðunarrétt. Lít þú snöggvast á hann, Joe.“ Joe Shriner stikaði fram í herbergið og virti fyrir sér hið gulleita andlit Jim Cochcrane með grimmdarlegu augnatilliti sínu. Aðeins dauði þess manns, sem hafði auðmýkt Joe Shriner með því að brjótast inn í Carlton-fangelsið, gat svalað hefnd- arþorsta hans. Fram að dauðastundu þess manns mundi Joe Shriner fyrirlíta hvern einasta mann í veröldinni, af því að allir höfðu heyrt ialað um hið auðmýkjandi ástand, sem hann hafði fundizt í. „Hefur glæpamaðurinn, sem við erum að leita að, nokkru sinni gert þér mein?“ spurði hann. Þetta var fyi'sta spurningin, sem hann hafði borið upp fyrir hverjum þeim, sem sótt hafði um að komast með. „Já,“ sagði Skugginn. „Hvað hefur hann gert þér?“ Augu Jim Cochrane skutu neistum. „Það var dálítið út af stúlku einni,“ sagði hann. Joe Shriner starði eitt augnablik á hann, svo kinkaði hann kolli ánægður. „Það er gott,“ sagði hann. „Hafðu hest þinn tilbúinn. Við förum að leggja af stað. 158 Eg held, að bezt sé að fara til búgarðs- ins hans Plummers. Það gengur orðrómur um það, að hægt sé að búast. við Skugg- anum á þeim sióðum.“ Skugginn svaraði með því að kinka kolli og brosa. Svo fór hann. Þetta hefði ekki getað gengið betur fyrir honum. Inni í herberginu hristi Algie Thomas gamli sitt vitra höfuð. „Hvað er nú að?“ spurði Shriner. „Mér lízt ekki á þenna náunga, sem nú var að fara.“ „Hvað skyldi vera út á hann að setja?“ „Listinn yfir mennina ei* tilbúinn. Hann er þrettándi á iistanum.“ XXI. Me'ö leifturhraða. Það voru þrettán menn, sem riðu út úr Carlton-þorpinu. Heillahrópin fylgdu þeinn Og það voru þrettán menn, sem undir mið- nætti staðnæmdust fyrir utan heimili Plummers, þar sem Sylvía og Benn konn1 auga á þá úr fylgsni sínu á hæðinni. „Það er Algie Thomas,“ kallaði ganili sheriffinn og reið að glugganum, sem Plummer hafði opnað. „Við komum ekk' til að gera þér mein, Plummer, heldur til að forða þér frá óhamingju.“ „Það veit ég, Thomas,“ sagði Plummei'- „Segðu mér bara, hvers þú óskar.“ „Fyrst og fremst vil ég fá að. vita, hvoi't Sylvía dóttir þín er í herbergi sínu.“ „Það hugsa ég, að hún sé. Nei, það e1’ líka satt, hún gekk út sem snöggvast, hú11 gat ekki sofið. Það getur vel verið, að hún sé ekki komin aftur.“ „Viltu gæta að því, hvort hún er í hei" berginu?“ „Halló — Svlvía!“ kallaði Plummer' „Nei, hún er þar ekki. En nú skal ég að' gæta þetta.“ Hann hvarf úr glugganum, og skömh111 seinna sáu þeir, að kveikt var ljós í gafl' herberginu. Ekki tíu sekúndum semníl H E I M I L I S B L A Ð I ^ A

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.