Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1977, Qupperneq 18

Heimilisblaðið - 01.09.1977, Qupperneq 18
vegna krafðistu þess, Sylvía, að koma með mér hingað?“ „Bíðið við,“ sagði Tom Converse, „það er dálítill misskilningur hér á ferðura.“ Hann kom nser þeim, kveikti á eldsnýtu og lét birtuna af henni skína á andlit sitt. Það var allt annað andlit en Sylvía hafði búizt við að sjá. Og nú sá hún líka, að sá, sem reið gráa hestinum, var hærri og herðabreiðari en Skugginn. „Benn,“ sagði hún skjálfandi af hræðslu, „þetta er ein- hver af sveitungum oklcar.“ „Hvað meinarðu, Sylvía — hverslags þvæla er þetta!“ sagði Benn algjörlega for- viða á þessu öllu saman. „Það var þessi maður, sem bjargaði mér úr fangelsinu. Þetta er Skugginn. Hvað gengur eiginlega að þér, Sylvía?“ „Ég skil ekkert í þessu.“ „Lofið mér að skýra samhengið i mál- inu,“ sagði Tom Converse. „Ég mundi hafa sagt Benn það fyrir löngu, hefði mér dott- ið í hug, að þér munduð fylgja honum hingað.“ Hann sagði þeim svo í fáum dráttum, hvernig hann hefði komið til þorpsins og hafði hitt manninn með föla andlitið, hvernig hann hefði svo komizt í hvert æv- intýrið á fætur öðru, og hvernig hann hefði fengið bréfið frá henni, sem fékk hann til að reyna að brjótast inn í Carl- ton-fangelsi og frelsa Benn. Þau hlustuðu forviða á þessa merkilegu frásögn, og Benn Plummer varð meir og meir hissa við að sjá þenna hræðilega Skugga breytast í löghlýðinn borgara. „Ástæðan fyrir því, að ég sagði ekki Benn frá þessu strax,“ hélt Tom Converse áfram, „var, að ég var hræddur um, að hann vissi, að ég væri ekki Skugginn. Helzt hefði ég viljað fara með hann af landi burt, eitthvað, þar sem hann gæti verið í ró og friði. En nú eruð þér komin, ungfrú Rann, og ég hef tekið grímuna ofan og verð að viðurkenna, að ég er einungis Tom Con- verse, er bara eins og fólk gerist og geng- ur og hef aldrei gerzt lögbrjótur fyrr en um daginn, er ég náði Benn út úr Carl- ton-fangelsi.“ „Og allt þetta hafið þér gert,“ sagði Sylvía, „fyrir stúlku, sem þér ekki þeklct- uð, og sem þér hélduð, að elskaði morð- ingja?“ „Vinur!“ hrópaði Benn Plummer allt í einu. „Þú ert meiri maður en Skugginn mun nokkurn tíma verða!“ „Ungfrú,“ sagði Tom Converse, „ég má til að segja yður allan sannleikann. Það var bréfið yðar, sem kom mér til að brjót- ast inn í Carlton, og ég verð að viðurkenna það, að það var spennandi að leika Skugg' ann. Og nú sé ég það einnig, að hægt ei* að brjótast inn í fangelsi og leiða hóp af blóðþyrstum sporhundum á villigötur, án þess að einum einasta dropa af mann.s- blóði væri fórnað “ „Hefur enginn verið drepinn éða særð- ur í nótt?“ spurói Sylvía steinhissa. „Ekki einn einasti. Þeir héldu, að ég riði á eftir yður og Benn. Þess vegna eltu þeir. Ég ger-ði ekki annað en smjúga inn á milli trjánna og skjóta upp í loftið öðrn hverju. Það var svo mikið myrkur, að þeir gátu alls ekki hitt mig, þeir hefðu ekki séð, þótt það hefðið staðið hvítkalk- að hús í skógarþykkninu. Þeir sáu hestin- um bregða fyrir öðru hverju, en hér eV- um við nú báðir komnir heilu og hö^dnu. Sylvía fylltist ósegjanlegri gleði og hjarta hennar fylltist takmarkalausi'1 þakklæti stilf inningu. „Það er himinmn, sem hefur sent yðuv, sagði hún að lokum. „Drottinn hefur sent yður okkur til hjálpar. Nú ætla ég að seg.iíl þeim sannleikann.“ „Þeir trúa yður ekki.“ „Jú, þeir gera það. Þeir skulu trúa méi'; Ég er sá einastti, sem þeir geta trúað. Þvl enginn hefur séð andlit Skuggans — movð' ingjans — nema ég.“ Hræðslan, sem var í röddinni, fékk Ton1 til að koma nær. 162 H E I M I L I S B L A Ð I $ J

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.