Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1977, Síða 20

Heimilisblaðið - 01.09.1977, Síða 20
gaman að heimskuverkum mannanna. Hann hélt áfram að nudda Captain með mikilli umhyggjusemi. Þessi dásamlega skepna teygði höfuðið fram og andaði djúpt. „Þetta er voðalegt, Benn,“ hvíslaði hún. „Þetta er hræðilegt!" „Þetta með Captain? Ónei, það er ekk- ert hættulegt. Hann fær nú hvíldina, hann gat ekki haldið lengra áfram, og það geng- ur allt vel. Skugginn fullyrti, að menn mundu veigra sér við að skjóta á hestinn hans, og það held ég líka. Sjáðu til, nú er hann að jafna sig, hann reisir höfuðið. Þú ert afbragð, Captain." „Það er ekki hesturinn, sem ég er að hugsa um, Benn. Það eru mennirnir Hvað heldur þú, að Skugginn hafi drepið marga? Það er ekki að ástæðulausu, að menn hræð- ast hann.“ „Bíðum bara róleg, þar til þetta er bú- ið. Ef þeir eru hræddir við að fá sín snotru andlit skrámuð, þá geta þeir haldið sig frá þeim stöðum, sem Skugginn heÞt dvel- ur á. Hann er ekki neitt rádýr, sem hægt er að veiða í skóginum, þegar dimma tek- ur. Heyrirðu, hlustaðu — hann er nú þeg- ar sloppinn frá þeim.“ Skothvellirnir höfðu ekki einungis fjar- lægst, heldur heyrðust þeir á víð og dreif, þar til þeir hættu alveg. „Eða þeir hafa drepið hann,“ sagði unga stúlkan. Henni fannst eins og fróun í því, að kannski væri hann dauður. Hvemíg átti hún að taka á móti honum, þegar hann kæmi sem sigurvegari ? „Því trúi ég ekki,“ sagði Benn Plummer hægt. „Þeim veitir áreiðanlega ekki af, að hafa dagsljósið til að geta hitt hann. — Hlustaðu!“ En ekkert heyrðistt, og Benn hélt áfram við hestinn. „Ef þeir koma nú aftur, þá finna þeir okkur hér,“ sagði Sylvía með angistarróm. „Ekki á meðan Skugginn heldur lífi og 164 limum,“ svaraði Benn. Hann var svo ör- uggur, að hann leit ekki upp úr því, sem hann var að gera. „Skugginn mun áreið- anlega leiða þá á villigötur. Þú h^yrðir áðan, að þeir voru farnir að ruglast. Þeii* hafa sjálfsagt haldið, að við værum á und- an honum, en ekki látið sér detta í hug> að við hefðum haldið í aðra átt. Þú skalt bara vera róleg, og þú mátt reiða þig á bað, að hann kemur bráðum ríðandi á móti okk- ur, rólegur, eins og ekkert hefði ískorizt." Hann þagnaði skyndilega. „Heyrirðu!“ sagði hann. Og nú heyrðu þau blístur innan úr ^kóg' inum. Sylvía starði hissa á fósturbróður sinn- „Það getur ekki verið hann?“ „Jú, einmitt, þetta er hann,“ sagði Benn Plummer. „Ef þú ekki trúir því, þá líttu bara á hestinn, hann þekkir blístrið.“ Er þettta daufa blístur heyi'ðist lyft1 Captain strax upp höfðinu og hneggjaði lágt. Áður en Sylvía var búin að jafna sig eftir undrun sína, sá hún eitthvað hreyfast á milli trjánna, og sá óðnr að það var maður, sem reið fetið í áttina til þeirra. „Halló,“ sagði hann með röddu, sem var bæði hljómmeiri og þýðari en SkugganS- „Hvað á þetta að þýða, Benn ? Hvers vegna hefur þú haft stúlkuna með þér hingað?‘ „Það var ekki með mínum vilja. En hún heimtaði, að ég tæki sig með. Ég gat ekkJ lagt bann við því. Þeir sáu okkur og eitú okkur, þegar við fórum að heiman.“ „Þú veizt þó,“ sagði Sylvía reiðilega’ „að þú fékkst mig til að lofa því að kornS’ ef þú bjargaðir Benn úr fangelsinu. veizt ósköp vel, að þú þröngvaðir mér tJ* að lofa þessu. Hvað á þessi leikaraskap1'1 að þýða, hvers vegna þykist þú veríl hissa?“ Benn Plummer hrópaði upp yfir sté* „Hamingjan góða, var það þess vegna, seh1 ég var frelsaður úr fangelsinu? Og ÞeSÍ’ HEIMILISBLAÐ^ J

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.