Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.09.1977, Blaðsíða 22
geta heyrt hann draga andann, í mílu fjarlægð." Þarna ríkti sannarlega hin djúpa þögn, sem aðeins þekkist í skógunum. Það hafði rignt alveg nýlega, og í bjarmanum frá eldinum sáust næstu trjástofnarnir votir og gljáandi á baktjaldi hins mikla myrkurs. Andlitin umhverfis eldinn voru álút og hlustandi; þau voru einkennileg og forynjuleg, í hinum öfluðu andstæðum ljóss og skugga. Alls staðar voru áköf, leiftrandi augu. Þannig litu þessir menn út, sem Skugg- inn úr fylgsni sínu athugaði með ótta og lítilsvirðingu. Hann hafði treyst því, að þessum tveimur flóttamönnum væri náð. En þarna sátu allir eltingarmennirnir þreyttir og uppgefnir, og með hestana jafn uppgefna, standandi í hring umhverfis sig, en hvorki Tom Converse né unga stúlkan voru fangar þeirra. Hesturinn hans skalf af þreytu. Honum hafði hann ekki hlíft á nokkurn hátt og hann var ekki nothæfur fyrr en næsta morgun. Allt mis- heppnaðist hjá Jim Cocchrane. Ólánið hafði hvílt yfir honum, síðan hinn örlaga- þrungna dag, þegar hann hitti Tom Con- verse, og hlóð afbrotum sínum og hætt- um, er hann sjálfur var í, yfir á hans herðar. Það var eins og hann hefði gefið honum heppni sína, um leið og hann gaf honum nafn sitt. Já, enn þá meira, það var ekki einungis nafnið, sem Tom Con- verse hafði fengið, heldur líka hestinn hans, orðstí hans og stúlkuna, sem hann þráði. Hvað viðvék félögum hans í hópnum, álitu þeir hann mann, sem væri ekkert annað en utanveltugemlingur í þesssu máli, sem gamli sheriffinn hefði valið af duttl- ungasemi sinni. Orð hans höfðu ekkert að segja, enginn hlustaði á ráð hans. Hann — Skugginn sjálfur — hann var núna í þeim kringumstæðum, þar sem hann fyrst varð að sanna hver dugur væri í honum. Hann heyrði þá tala aftur og fram, en 166 hann litaðist stöðugt um eftir Harry Lang og Chucck Parker. Það voru þessir tveii’ menn, sem áttu hjá honum ógoldna skuld. Á þeim hafði hann svarið að hefna sín. Hann hefur heldur ekki gleymt eiði sín- um. Hefnd — iiefnd varð hann að fá fyrii’ það ranglæti, sem honum hafði verið sýnt. Hefnd var honum jafn nauðsynleg og mat- ur og drykkur, og fyrr eða seinna skyldi hann fyllilega framkvæma hana. Það var Skugginn, sem fyrstur kom auga á reiðmanninn, sem nálgaðist. Hann sá þessa veru koma fram úr myrkrinu það var stúlka, og hann vissi, að það vai* engin önnur en Sylvía Rann. Nú skyldi hann, hvernig í öllu lá. Það hafði verið Benn Plummer, sem hafði konr ið og sótt hana. Og maðurinn á gi’áa hest- inum hlaut að hafa verið Tom Converse- Um leið og Sylvía hafði fengið vitneskji’ um, að sá, sem bjargaði Benn út úr fang' elsinu, væri ekki Skugginn, hafði hún snu- ið aftur til að hitta þá menn, er eltu, segj3 þeim það, sem hún vissi, og heimta, að Tom Converse væri látinn í friði. Hvernig færi það, ef hún sæi hann. Skuggann sjálfan, í þessum hóp? Hver ga* sagt um það, hvaða áhrif ásökun á hani1- gæti haft á mennina? Hann fór í skjól við hestinn sinn og dró barðastóra hattinn sinn ofan á ennið- svo efri hluti andlitsins var hulinn. Stund- arkorni síðar Kom unga stúlkan í ljós, svo að nú sáu hana allir. Hófatakið fékk til að snúa sér við, og svo heyrðist ánægju' muldur í hópnum, þegar þeir heilsuðu henni. Algie Thomas gekk sjálfur til henU' ar, þegar hún nam staðar. „Hlustið á mig,“ sagði hún. „Ég ketf með góðar fréttir. Sá maður, sem bið ef" uð að elta, er ekki Skugginn.“ Þeir depluðu aðeins augunum, það va1 eina svarið. Ef hún hefði sagt: „1 fyrvU' málið kemur sólin ekki upp“, hefðu þe]1 starað á hana á alveg sama hátt og Þe)l H E I M I L I S B L A Ð I p

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.