Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1977, Page 24

Heimilisblaðið - 01.09.1977, Page 24
manns daglega um tíma, þegar illa leit út fyrir hernum. Og þegar Suðurríkin biðu ósigur gerðist þriðjungur hermannanna liðhlaupar. Stríðið hlaut að dragast á langinn vegna þess, hve báðir aðilar voru jafnir. Hugsið ykkur, borgarastríð. sem stóð yfir í fjög- ur ár (1861—65). öll hugsanleg ráð voru notuð til þess að eyðileggja fyrir andstæðingunum og yfirbuga þá. Landsvæðin, þar sem stríðið geysaði, voru afar strjálbýl. Það var erf- itt að útvega, hernum matvæli. Á þessum slóðum var aðeins hægt að heyja hernað vegna þess að þar voru stór, skipgeng fljót og um héruðin lágu járnbrautir, sem flutt gátu hernum vistir og skotfæri. Það var því áríðandi að eyðileggja járn- brautarsporin, svo að andstæðingarnir hefðu þeirra engin not. Hermenn Norður- ríkjanna voru sérstaklega duglegir við þetta. Áhlaupasveitir, riddaralið og fót- göngulið fóru í sameiningu og rifu upp brautarbita og teina, kveiktu bál undir teinunum þangað til þeir voru rauðgló- andi, þá sneru þeir upp á þá, þangað til þeir voru eins og tappatogarar, svo að ómögulegt var að nota þá framar. Þegar herir Norðurríkjanna tóku brautarstöðv- ar, forða- og vopnabúr af óvinunum eyði- lögðu þeir þau, vægðu aðeins kirkjunum. Óhemju ósköp af bómull var bemnt til þess að þjarma að íbúum Suðurríkjanna. Stór landsvæði voru algjörlega lögð í auðn. Frjósamur dalur í Virginíu, sem herir Suðurríkjanna höfðu oft haft aðsetur, var svo gereyðilagður af óvinunum, að sagt var: „Ef kráka ætlar að fljúga yfir dal- inn verður hún að hafa fæðu með sér.“ Floti Norðurríkjanna hélt uppi hafn- banni við strendur Suðurríkjanna, svo að þau slitnuðu úr sambandi við umheiminn. Þau gátu nú ekki lengur selt aðalútflutn- ingsvörur sínar, tóbak og bómull, eða feng- ið fyrir þær matvæli. Þessar vörur lágu undir skemmdum á ökrunum og lífsnauð- synjar stórhækkuðu í verði. Kaffipundið kostaði 50 dollara. Fatnaður var næstuw ófáanlegur. 1 Suðurríkjunum var svo að segja enginn iðnaður. Ein kvenstígvél kostuðu 250 dollara og kvenkjóll 1000 doll- ara. Fötin varð að bæta á meðan nokkur heil brú var til í þeim. Helmingur hers Lees hershöfðingja var klæddur tötrum, en fimmti hluti hermanna hans voru ber- fættir. Þegar langvarandi stríð standa yfir sæta stríðsfangarnir verri meðferð en nokkrir aðrir. Þegar skortur ríkir í landinu verða þeir, öðrum fremur. að svelta og frjósa- — Því lengra sem leið á stríðið varð grimmdin og ofstopinn meiri. Fangavörð- ur í suðurríkinu Georgia gortaði af þvn að hann hefði drepið fleiri menn í fangels- inu heldur en Lee hershöfðingi í mann- skæðustu orustunni. Og það er svo sem trúlegt. Það má segja, að fangelsið haf1 verið hreinasta víti. Á svæði, sem var 500 m langt og 250 m breittt og umlukt staura- girðingu, lifðu árið 1865 yfir 31000 fang' ar frá Norðurríkjunum. Jafnt sumar sem vetur urðu þeir að liggja undir berum himni og hitastigið var frá 30° hita og allt að 6° kulda. Þarna lágu þeir, stóðu eða gengu hver innan um annan í verstn öþriínaði; þeir fengu vonda fæðu, vorU hálfnaktir eða aðeins í óhreinum tötrumi þaktir af mýi og vargi, sem sat oft einS og skorpa á andliti og kroppi. Þeir vor11 hálfsturlaðir af sólbruna, hungri, sjúk' dómum og iðjuleysi. Óþefinn frá þess11 víti var hægt að finna í 4 km fjarlæ^ og fjöldi hræfugla sveimaði yfir staðnum í leit að fæðu. Og farið var ómannúðlega með negranU' Þeir voru látnir gjalda þess, að Norðut' ríkjamenn tóku málstað þeirra. Dæmi voru til þess, að negrar voru lok' aðir inni í húsi, sem svo var borinn eld' ur að, og ef einhverjir hinna „svört11 djöfla“ — eins og menn komust að orð1 — vogaði sér út úr eldinum, var hau11 168 HEIMILISBLAÐl^

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.