Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1977, Side 28

Heimilisblaðið - 01.09.1977, Side 28
 áttaði sig á, h.vað hafði í raun og veru gerzt. Frá manni til manns hljómaði eins og hljóðlátt andvarp: „Lincoln hefur verið myrtur!“ Brátt barst um allt óttablandið hróp': „Lincoln hefur verið myrtur!“ Og þegar öllum varð ljós þessi óttalegi atburður, heyrðist snökkt og grátur: „Lincoln hefur verið myi*tur!“ Frá hátindi gleðinnar höfðu menn hrap- að ofan í hyldýpisgjá sorgarinnar. Kon- urnar féllu í öngvit, mennirnir hrópuðu í bræði: „Hver er morðinginn?“ „John Wilkes Booth leikari," sagði ein- hver, sem þekkti morðingjann, þegar hann stökk ofan á leiksviðið. „Skjótið hann! Hengið hann!“ var hrópað. Skelfingin varð enn meiri, þegar sú fregn barst út, að Seward ráðherra og Johnson varaforseti hefðu verið myrtir. Það reyndist líka rétt, a, Seward hafði verið sýnt banatilræði. Hann hafði verið sjúkur og lá hjálparlaus í rúminu. Þá ruddist einn sfimsærismannanna, þoriiari að nafni Payne, inn í svefnherbergi ráð- herrans og stakk hann þrisvar með rýt- ing. Sonur ráðherrans og fleiri komu hon- um til hjálpar. Þorparinn barðist um með rýtingnum og særði son ráðherrans og fjóra aðra menn og slapp út úr húsinu. Lincoln var «kki látinn, en lá meðvit- undarlaus. Haun var borinn yfir í hús hinum megin götunnar, og beztu læknar borgarinnar voru kallaðir að beði hans. Hér dugði læknislistin ekkert. Kúlan hafði farið bak við vinstra eyrað og sat nú í heilanum bak við vinstra augað. „Hér er engm von til bjargar,“ sagði yfirlæknirinn. „Ó, nei, nei, læknir,“ hrópaði einn ráð- herranna, Stauton að nafni, og tárin runnu niður kinnar hans. Frú Lincoln gekk örvingluð úr einni stofunni í aðra, núði hendur sínar vol- andi: „Getur þetta verið satt? Hvers vegna hitti kúlan m.ig ekki í staðinn fyrir mann- inn minn?“ Sonru forsetans, Robert Lincoln kap' teinn, sýndi meira sálarþrek en aðrir, sem þarna voru staddir og reyndi með næi'- gætni a, hugga móður sína. Öðru hvoru varð hann þó að ganga út í anddyrið, þess að geta verið einn með sorg sína- Svo kom hann aftur inn til þess að hugg’3 hina. Þetta var sannkölluð tára- og sorgai’' nótt. Hún leið bægfara áfram með sorg' ina í eftirdragi. Þarna í rúminu lá Abi’3' ham Lincoln meðvitundarlaus, bjartanS vinur margra, vinur fólksins. Líf hanS fjaraði út smátt og smátt, án þess að hann gæti kvatt sína kæru ástvini, án bess að skilja nokkuð af því, sem sagt var í kring' um hann. Uma áttaleytið næsta morgun sendi ráð' herrann eftirfarandi símskeyti út uP1 landsbyggðina: „Abraham Lincoln lézt í morgun, kl- 22 mínútur gengin í átta“. Það varð þjóðarsorg. Fólk hafði 1 nokkra daga glaðst yfir því, að lokið va1 hinni hræðilegu borgarastyrjöld. Naí11 forsetans var á allra vörum og allir íbúa1 Norðurríkjanna lofuðu stjórn hans. Og 1111 var hann látinn, veginn af þoriiara. Nærri öll vinna lagðist niður dagiu^’ sem. andlátsfregnin barst út. Jafnt ríkjl sem fátækir höfðu enga löngun til að hafast neitt. Vinir kölluðu grátandi hvors annars, þegar þeir mættust: „Óttalegt! Hefur þú heyrt það?“ Lincoln lézt á laugardegi. Bæði á heiú1' ilum og vinnustöðum ríkti litur sorgu1' innar — og svo fór, að ekki var hægt a‘ fá þumlung af svörtum borða í verzlunuP1' Á næsta sunnudegi voru allar kirkj1'1 og öll samkomuhús yfirfull. Þangað uðu allir til að hlýða á huggunarorð. Eu£ HEIMILISBLAÐ^ 172

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.