Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1977, Qupperneq 30

Heimilisblaðið - 01.09.1977, Qupperneq 30
meðan bakað er með volgu vatni og smjöri. Pakkið brauðunum inn í viskastykki á meðan þau eru að kólna. Ostabrauð frá Bern. 50 gr ger, 3 dl volgt vatn, 100 gr brætt, kælt smjör, 1 tsk salt, 1 tsk kúmen, % tsk hvítlaukssalt, 100 gr rifinn ostur, 2 dl lieilhveitibrauð, ca 8 dl hveiti. Penslað með þeytttu eggi og sáldrið með kúmeni og salti. Hrærið gerið út í ofurlitlu af volgu mjólk- inni, bætið afganginum af mjólkinni, kældu smjörinu, salti, kúmeni, hvítlaukssalti, rifnum ostti og heilhveiti, hveitið er sett út í smátt og smátt. Hnoðið deigið vel og skiptið því í 10 jafna hluta og búið til kúlur. Látið kúlurnar meðfram brúninni á hringformi og látið eina kúlu í miðjuna. Látið deigið iyfta sér á hlýjum stað í ca 30 mín. Penslið með þeyttu eggi og sáldr- ið með kúmeni og grófu salti áður en brauðið bakast við 225° í 20—25 mín. Safranbrau'ö. 1 gr steytt safran, 4 dl mjólk, 150 gr smjör, 50 gr ger, 2 dl sykur, 12—14 dl hveiti. Þeytt tgg til að pensla og etv. saxaöar möndlur. Látið safranið í bleyti í tvær tsk af mjólk í ca 5 mín. Bræðið smjörið, blandið því með afganginum af mjólkinni og hitið blönduna þangað til hún er 37° heit (eins og fingurinn). Látið ger og safran í slcál og blandið með smjöri, mjólk og sykri- Látið hveitið smám saman út í og hnoðið vel. Látið lyftta sér á hlýjum stað og látið viskustykki yfir í 1 klst. Skiptið deiginu í þrjá hluta. Einn skammtur rúllist út í ferkantað stykki, sem er smurt með 3 msk mjúku smjöri blönduðu með 2—3 smk sykri og 3 msk söxuðum möndlum. Rúllið deiginu fastt saman og skerið svo í ca 2 sm þykkai' sneiðar sem eru settar upp á rönd í smurðu formi með svolitlu millibili. Látið lyftast í V2 klst. Penslið með eggi og sáldrið með möndlum. Bakið við 225° í 15—20 mín- Hinn skammturinn af deiginu er hnoð- aður og úr honum er búin til aflöng rúlla, sem er lögð á smurða plötu. Klippið djúp- ar skorur í rúlluna og beygið snifsin til skiptis til hægri og v. Láttið brauðið lyfta sér aftur í þó klst. Penslið það með egg1 og bakið við 225° hita í ca 20 mín. Borðist með smjöri. Þriðji skammturinn af deiginu er not- aður í smábrauð eða bollur, sem etv. er skreytt með rúsínum. Þau eru láttin lyfta sér aftur í ca 20 mín, penslist með egg.i' um og bakast við 200° hita í 10—12 mín- Jfil Hún: Á morgun eigum við 20 ára giftingarafmæli. Hvernig finnst þér að við ættum að halda upp á dag- inn? Hann: Hvað segir þú um að við höfum tveggja mlnútna þögn? — Sjómenn eru ekkert nú á dögum samanborið vlð það sem var og hét í gamla daga, sagði Hrólfur gamli. í mínu ungdæml gat ekki hver asni sem var komlzt i skipsrúm, — ég var sá einasti í mínu byggðarlagi! Sýslumaðurinn, sem var að þinga í sveitinni, óK bílnum sínum út í skurð. Drengur, sem ók vörubíl og bar þar að, dró hatf1 upp á veginn. Sýslumaður þakkaði drengnum fyrir hjálpina, en þar sem honum fannst drengurinn nokK' uð ungur, spurði hann: — Hefurðu ökuskírteini? — Nei, svaraði stráksi, en ég held mig á veginun1’ 174 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.