Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 4
sér nægja teninga og tafl, brauzt nú sem eldur í sinu um leið og til sögunnar komu mannspilin með alla sína halarófu og margföldu möguleika. Æruverðir kirkju- höfðingjar horfðu upp á það áhyggjufullir hversu spilin féllu í góðan jarðveg og sneru almenningi frá guðrækilegri iðkan; og þegar þetta syndarinnar tókstund tók jafnvel á stöku stað að ryðja sér braut inn fyrir klausturmúrana, var farið að snúast gegn þessu af alvöru. Sá sem hvað skeleggast prédikaði mót spilamennskunni var heilagur Bernhard. Árið 1423 hélt hann slíka vandlætingarræðu á fundi ein- um í Bologne, að áheyrendurnir ruku til í ofboði og þustu hver til síns heima, sóttu þangað spilin og taflmennina og hvað sem var af slíku tagi og vörpuðu fyrir fætur hans í stóran haug. Að fundi þessum lokn- um, þegar heilagur Bernhard var á heim- leið ásamt föruneyti harla ánægður með árangur boðunar sinnar, kom teiknari einn að máli við hann og bar sig ærið aumlega yfir því, að búið væri hér með að svipta sig lífsviðurværinu. Bernhard dró þá mynd upp úr pússi sínu, gullna sól með tákn- stöfum Krists, I.H.S., og mælti: ,Mála þú þetta!“ Teiknarinn hélt heim á leið og málaði merki heilags Bernhards — og allir hinir iðrandi syndarar keyptu myndina. Hann varð auðugur maður. Að fyrirmælum kirkjunnar var nú út gefið bann við spilamennsku í sérhverju landi; en það fór sem jafnan fyrr: for- boðinn ávöxtur jók matarlystina. Þrátt fyrir öll boð og bönn var haldið áfram að spila, í veitingahúsum og heimahúsum og hverskonar samkvæmum. Hirðirnar fóru í fararbroddi, og sjálfir konungarnir töp- uðu oft háum fjárupphæðum, já, hærri en þeir höfðu efni á. Þannig var Henrik IV. iðulega mjög aumur þegar hann þurfti að biðja sinn stranga fjármálaráðherra um aukasporslu til þess að bæta fyrir tap sitt í spilamennskunni. Ekki tók heldur neitt betra við, þegar bannið var aðeins látið gilda um helgidaga og þess í stað var lagð- ur hár skattur á spilin. Sá skattur varð aldrei neitt í samjöfnuði við þær regm- upphæðir sem lagðar voru undir í æstum spilahasar. Við hina íburðarmiklu frönsku hirð var þannig spilað um gífurlegar fjui'- upphæðir við grænu borðin, bæði karlai og konur settu aleigu 'sína að veði, og Eng- lendingar urðu margir hverjir gripn11 slíku æði, að þeir fóru ár eftir ár til þesS að gleyma sér fullkomlega í þessari taum- lausu áráttu spjátrunganna frönsku. Hers- höfðingjar, fjármálaspkúlantar, stjórn- málamenn og iðjuleysingjar spiluðu nótt eftir nótt um aleiguna og höfðu myndað sérsaka klúbba til þess arna. I Almack- klúbbnum var þannig spilað um sérstakai peninga-einingar, myndvöndla sem í voi'U 50 sterlingspund hverjum um sig. Fox ráð- herra tapaði 200 000 sterlingspundum a einni nóttu. Fitzpatrick hershöfðingi °£ Spencer lávarður misstu aleiguna við spila" borðið — en fengu síðar komið á laggi1’11' ar smá-banka, fyrir lánsfé, og nurluðu þannig saman því mesta sem þeir höfðu misst. Herramaður einn, Paul að nafu1; nýkominn frá Indlandi með slík auðsev' að hann átti að geta lifað áhyggjulaus ti æviloka, missti á einni nóttu 90 000 sterl- ingspund á spilaknæpu í London — og f01 daginn eftir til Austurlanda aftur, til þesS að öngla saman nýrri fjáupphæð . . • Það sem einkum fór í taugarnar á kirkj' unni var bölv það og formælingar sem spilamennskunni fylgdu. Sá sem einm1 frægastur varð fyrir að tvinna fjandam1 var Dufresne, hinn ástsæli einkaþj"1111 Lúðvíks XIV., sem. talinn var afkomandi Henriks IV. í beinan karllegg og dánd1' fríðrar garðyrkjustúlku hans, Anet a< nafni. Oft og iðulega ávítaði sólkonungu1' inn Dufresne fyrir það, að hann gæti ek^1 haft taumhald á tungu sinni við spib11’ og að lokum sagði hann við hann, að e HEIMILISBLAÐl^ 76

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.