Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 15
Nei. Fals hans og blekking höfðu skilið €ftir tómleikatilfinningu og kæruleysi hjá henni, annað ekki. Það hafði aldrei verið ást, aðeins blindni. Michael Devlin beið uppi á bátaþilfar- inu eins og umtalað hafði verið. Hann hall- nðist upp að borðstokknum og sá hana ekki fyrr en hún stakk hendinni undir hand- iegg hans. ,,Gott kvöld!“ sagði hún glettnislega, og þó ekki gersneytt nokkurri hlýju. Henni fannst eiginlega líkast því sem það væri ekki blóð, sem rynni í æðum sér, heldur afengt vín. Hann endui’galt bros hennar, en var þó í senn undrandi og hrifinn. „Eruö það þér — raunverulega ?“ spurði hann. ,,Á ég að þora að hreyfa við yður?“ Hún hló við lágt: „Ég held nú, að ég sé J'aunveruleg. Mér finnst ég hafa verið það ^argsinnis í dag.“ Svo dró hún höndina að sér skyndilega: „Þér voruð viss um, að ég myndi koma?“ >,Ég gerði mér vonir um það, þótt öll skynsemi mælti því í mót,“ svaraði hann. „Lít ég út eins og farþegi á fyrsta far- i'ými?" spurði hún. „Það vil ég helzt, því ef einhver kemst að því, að ég er bara ká- etuþerna hér um borð, þá er úti um stöðu ^ttína og starf hér á skipinu.“ „Það er örugglega enginn sem uppgötv- ar það sanna,“ sagði hann hughreystandi. „Gervið gæti ekki fullkomara verið. Ég er ftsestum því hræddur við yður, Molly Shannon,“ bætti hann við. „Þér hafið líka bezt af því,“ sagði hún. >>Hvað eruð þér búnir að gera af frú Hem- ing?“ Hann roðnaði upp í Ijósar hársrætumar. »Hvað ég hef gert af henni? — Ég full- Vlssaði hana um, hversu vel hún liti út °£ hversu óaðfinnanlegan smekk hún hefði; síðan skildi ég hana eftir við bridge- sPilaborðið.“ Molly fann fyrir kulda, sem ekki staf- aði af kvöldgolunni. „Þér eruð — ótrúlegur,“ sagði hún að lokum. Hún reyndi árangurslaust að losa hönd sína úr járngreip hans. „Þér gerið úlfalda úr mýflugu,“ sagði hann. „Hvað haldið þér að ég sé? Ástmaður Myru Hemings — eða leigður sveinfriðill ?“ „Segið ekki þetta!“ sagði hún hranalega. Hann brosti inn í skær augu hennar. „Leyfið mér að segja yður eitt, Molly Shannon. Eg er maður, sem vinn mjög mik- ið. Ég fer eftir ströngum lögmálum, og ég læt ekki glepjast af neinu. Frú Heming .. . “ Hann þagði við andartak, hélt svo áfram: „Stimamýkt mín við frú Heming heyrir til starfi mínu. Ég get ekki sagt, að það starf sé mér þægilegt. En það skipt- ir mig meiru að hafa heppnina með mér nú en það hefur nokkru sinni áður gert um ævina.“ Kinn hans snerti næstum vanga hennar. „Hvarflar ekki að yður að spyrja hvers vegna, Molly Shannon?“ Tunglið kom fram undan skýi og hellti gliti sínu yfir bátaþilfarið. „Hvers vegna?“ spurði hún. „Vegna þess, að fyrir nokkrum klukku- stundum hitti ég stúlku, sem hefur ger- breytt öllum fyrirætlunum mínum — því að á samri stundu vissi ég, að mig langaði til að giftast henni.“ Allt í einu var hún komin í faðm hans, hún fann næstum hjarta hans slá, og hún gerði veika tilraun til að þoka honum frá sér. Hún lyfti höfði, hikaði andartak, en smó síðan úr greipum hans. Einhver var að koma upp stigann. Það var kvenmaður, sem gek krakleitt í áttina til þeirra. Grænn og perluskreyttur kjóllinn hennar glitraði í tunglskininu. Hún leit á Molly, og það augnaráð var allt annað en vingjarnlegt. En þegar hún tók til máls, beindi hún orð- um sínum að Michael Devlin. heimilisblaðið 87

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.