Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1982, Qupperneq 8

Heimilisblaðið - 01.08.1982, Qupperneq 8
MAÐURINN I SKAPNUM SMÁSAGA eftir pierre lacobe Hinn þekkti leikritahöfundur Jean De- lúze tók þátt í veizlufagnaði leikskálda- klúbbsins og flutti framúrskarandi góða borðræðu. í ræðu sinni staðhæfði hann, að leiklist- in væri eins og draumur. Hinir spennandi og raunverulega dramatísku atburðir ættu sér í rauninni alls enga stoð í veruleikan- um, heldur væru þeir einungis heilaspuni skáldanna. Tilveran væri flatneskjuleg og leiðigjörn eins og þreytandi þjóðvegur, og maður gæti verið að reika um í klukku- stundir, mánuði og ár, án þess að fyrir- hitta þá ræningja, fegurðardísir eða ævin- týrariddara, sem hugmyndaflug skáldskap- arins bæri á borð fyrir mann. Ræða þessi var full af skemmtilegum mótsögnum, og að henni lokinni var mikið klappað. Jean Deluze tók sér sæti og sagði við borðdömuna sína: ,,Já, svo er nú það. Það gerist ekkert. Jú, að vísu hittir maður fallegar konur í gleðisölunum. Annars sæti ég ekki hér við hliðina á yður.“ „Þetta voru þó flatneskjulegir og leiði- gjarnir gullhamrar," sagði þá borðdaman. „Ég er reyndar viss um, að þér hafið upp- lifað marga og spennandi atburði um dag- ana.“ „Ég hef aldrei upplifað neitt, sem kall- ast geti spennadi, en ég hef látið mig dreyma sitt af hverju, sem ég hef getað gert úr spennandi leikhúsverk,“ svaraði Jean Deluze. „Þér hafið máski séð leikrit mitt Örlögin í skotgröfnnum? Margir, og þar á meðal gagnrýnendur, hafa sagt það vera spennandi. En sjálft lífið í skotgröf- unum var sízt af öllu spennandi, segja þeir, sem þar hafa verið. Þar var leir og drulla, lús og óþverri og annað ekki. Nei, því mið- ur hef ég aldrei komizt í neitt, sem hægt væri að kalla dramatískar kringumstæður. Einmitt þess vegna hef ég orðið drama- tíker. Ef ég hefði ekki skáldað spenning- inn inn í tilveruna, væri ég steindauður úr leiðindum.“ Þarna var Jean Deluze við það heygarðs- hornið, sem hann var vanur; hann notaði sérhvert tækifæri til að koma þessu að. Óánægja hans með tilveruna olli því bein- línis, að öfundarmenn hans og andstæð- ingar reyndu að halda því fram, að hann væri andlega útbrunninn, en vinir hans og aðdáendur héldu hinsvegar fram, að hann væri bara að daðra við „lífsleiðann". „En hvað þá um ástina?“ spurði unga stúlkan dreymin. ,,Á okkar dögum er sömuleiðis ástin harla dapurlegt fyrirbæri,“ svaraði leik- ritaskáldið. „Ég viðurkenni, að það kemur stöku sinnum fyrir, að negri eða Itali sting- ur keppinaut sinn á hol. Svo gerist það alltaf annað slagið, að elskhugar fremja sjálfsmorð sökum vonbrigða í ástamálun- um. En það gerist meðal fremur treggáf- aðra einstaklinga og ósiðmenntaðra. 1 okk- ar hópi, sem erum raunverulega siðmennt- uð, kemur slíkt og þvílíkt ekki fyrir. Mað- ur semur um hlutina, maður heldur áfram að lifa, sættir sig við orðinn hlut. Ég við- urkenni, að þetta er að vissu leyti dapur- legt, því að ekkert hefði ég á móti því að standa frammi fyrir afbrýðissömum keppi- naut með byssu í hendi, reiðubúinn að skjóta mig á staðnum.11 92 HEIMILISB LAÐ I Ð

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.