Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 11
Jean Deluze hugleiddi nú skyndilega, hvort hann ætti að hlaupa út úr skápnum, þar sem maðurinn var að líkindum að hóta konunni með byssu. En áður en hann hafði gert það upp við sig, mælti Maurice rólega: „Þú óttast, að ég ætli mér að skjóta þig. Það skaltu ekki vera hrædd um. Eg hef komizt að raun um, hvers virði konuást er, og ég met þig ekki svo mikils að ég vilji eyða á þig skoti. Það er hann, sem ég hata, maðurinn sem hefur rænt þér frá mér. Ég gæti skotið hann með jafn köldu blóði rétt eins og ég skýt nú í skáp- inn þama.“ Aftur hljóðaði konan: „Maurice!" „0, vertu róleg, Yvonne,“ sagði þá Maur- ice. „Þú veizt hvernig við karlmenn erum. Við æsum okkur upp og tölum stór orð, en þegar við höfum hleypt af okkur damp- inum, þá. fellur allt í ljúfa löð.‘ Inni í skápnum stóð Deluze og nötraði af hræðslu. Ef hinn afbrýðissami eigin- maður notaði skápinn sem skotmark, þá væru allar líkur á því, að leikritaskáldið yrði ekki lengur í lifenda tölu. Hann gæti svo sem opnað skápdyrnar þegar í stað — en hvemig í ósköpunum átti hann að fara að því að úskýra og afsaka nærvem sína? „Hvers vegna í ósköpunum má ég ann- ars ekki tæma skammbyssuna mína á þennan gamla skáp?“ spurði nú Maurice. „Það er kannski eitthvað geymt í honum . . . eitthvað sem hefur gildi fyrir þig, ha? — Nei, stattu þar sem þú ert, Yv- onne!“ „Ég hef svo miklar mætur á þessum gamla skáp,“ kjökraði Yvonne hásum rómi, „og mér finnst tilgangslaust og ljótt af þér að vilja skemma hann.“ „Kannski þú sért ástfangin af honum?“ spurði Maurice háðslega. „Eða ertu máski ástfangin af manninum sem þú felur inni í honum? Ég þykist reyndar vita með vissu, að þíið er elskhugi þinn, sem þú geymir í skápnum!' Aftur varð dauðaþögn, og það mátti gi-eina andardrátt konunnar. Jean Deluze skalf frá hvirfli til ilja. Nú var svo sann- arlega illa komið fyrir honum. Eiginmað- urinn hafði fengið þá hugmynd, að sjálfur keppinautur hans væri í skápnum og eng- inn annar. „Hvemig hefði hann átt að komast þang- að inn?“ stamaði Yvonne. „Hvað veit ég um það,“ gegndi Maur- ice. „Þú gazt vel hafa falið hann þar þeg- ar þú varðst vör við að ég var að koma heim. Sé hann þar ekki, þá geturðu ótta- laus lofað mér að bauna á skápræksnið. Og sé hann þarnni, Yvonne, þá kemur hann aUavega ekki lifandi aftur út úr þessu húsi!“ Þessi síðustu orð voru sögð með svo ógn- vekjandi röddu, að Deluze hrökk í kút af einskærri hræðslu. Nú var um líf eða dauða að tefla! Maðurinn var viti sínu fjær af afbrýðissemi, og það myndi reynast ógjörningur að sannfæra hann um það, að hann, Jean Deluze, hefði aldrei fyrr litið konuna augum. Og á þessu augnabliki varð Deluze full- komlega Ijóst, þar sem hann var nú inni- lokaður í sannkallaðri dauðagildru og átti yfir höfði sér að skammbyssukúla, ein eða fleiri, bindi enda á líf hans, að hann þráði ekkert eins ákaft og það að mega að fá að lifa áfram — þessu lífi sem hann virtist fyrirlíta frá degi til dags. Hann þráði vini sína, þráði hundinn sinn, heimili sitt og sitt venjubundna og hljóðláta starf á degi hverjum. Hann þráði hina rykugu og flatn- eskjulegu og leiðigjörnu þjóðbraut hvers- dagsleikans sem hvað sem öðru leið bauð þó annað slagið upp á smávegis tilbreytingu í formi lítilmótlegrar gleði eða smávegis áhyggju. Þessa stundina vildi hann sízt af öllu verða fórnarlamb einhvers sem jaðr- aði við leikhúsdrama, og með skelfingu HEIMILISBLAÐIÐ 95

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.