Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1982, Síða 17

Heimilisblaðið - 01.08.1982, Síða 17
ekki, þá veit hann allaveg-a, að við erum á leið upp til hans.“ ,,Já,“ sagði Milrane, „þess vegna verð- um við að halda ferðinni áfram.“ Hann gekk að klettaveggnum og leit upp eftir honum. „Ég vildi, að við hefðum ís- exi.“ ,,Nú skulum við fá okkur heitt te,“ sagði Walter og beið svo þar til Milrane og Gam- pel höfðu sezt, áður en hann tók sér sjálf- ur sæti við hliðina á Margaret. Þau drukku te og átu nokkrar samlokur með. Síðan tók Gampel til við að binda reipið utan um Milrane, en Margaret fór með Walter til að virða fyrir sér nánar klettavegginn sem þeir ætluðu að klífa. Nú var sólin affjalla, en enn var rökk- urljóst, og uppi yfir austurtindunum kviknaði á hálfu tungli. 1 þessari skímu virti Margaret svip Walters fyrir sér, þar sem hann leit upp eftir geigvænlegu kletta- beltinu. Hún sá hversu ákveðinn hann var á svip, og á þessari stundu fannst henni ljóst, að enda þótt Milrane eða Svisslend- ingurinn hikuðu, þá myndi Walter halda ferðinni áfram einn sins liðs; hún vissi einnig, að það var hún, sem hafði í raun- inni hvatt hann til þess Skyndilega tók hún um handlegg hans og þrýsti honum að sér. „Mér datt ekki í hug, að þetta væri svona hættulegt, Walter!“ „Svona-svona, ljúfan!“ Hann klappaði á höndina á henni. „Það er dálítið, sem ég þarf að segja þér, Margaret,“ sagði hann. „Mennimir hröpuðu döu-* en lestin fór inn í jarðgöngin. Milrane sá það, og . . . og ég sá það líka.“ Áður en hún gat svarað, leit hann und- an og til hinna mannanna: „Eruð þér reiðubúinn að leggja í þetta með mér, Gampel?“ „Já, herra!“ Fáum mínútum síðar hófu þeir ferðina upp, saman bundnir, útbúnir teppum, er hægt var að gera úr börur til að bera í hinn slasaða mann. Skamma stund stóð Margaret undir þeim stað þar sem þeir lögðn upp, og fylgdist með þeim. En þar sem hún gat betur séð þá með því að standa f jær, gekk hún væn- an spöl til baka, þangað sem það dót var, er þeir höfðu skilið eftir, og þar sem hún hafði lofað að bíða þeirra. Fyrstu fimmtíu metrana upp brattann höfðu þeir klifið með því að vera samstíga, en brátt gat hún séð, að lögun bergveggj- arins neyddi þá til að haga uppgöngunni á annan hátt. Nú hreyfði aðeins einn þeirra sig í einu, en hinir skorðuðu sig, reiðubúnir til að halda honum uppi með reipinu, ef á þyrfti að halda. Þegar þeir voru komnir um hundrað metra upp, komu þeir að kafla þar sem bergið var einkar laust í sér; á meðan þeir voru að leita að hand- og fót- festu, hrundu smávölur og hnullungar nið- ur úr berginu, og eftir að þeir höfðu reynt að krækja fyrir þetta til hægri, neyddust þeir til að þoka sér vænan spöl niður á við aftur, til að komast fyrir þennan kafla til vinstri, þar sem þeir loks gátu fundið leið. Nú var rökkurskíman horfin; en tungl var á lofti, og lengst af gat Margaret fylgzt með þeim í kíkinum. Þegar þeir voru komnir langleiðina upp, tók Margaret eft- ir því, að þeir námu staðar óvenju lengi, og það var eins og þeir væru ekki á einu máli um það, hvort einhver væri lífs uppi á brúninni, áður en þeir legðu upp í loka- áfangann. Hún gat ekki gert sér grein fyrir því, hvort þeim barst nokkurt svar, en andartaki síðar sá hún þá enn mjak- ast upp á við. Hálftími leið, áður on fyrsti maðurinn hvarf upp fyrir brúnina. andartaki síðar annar, og loks sá þriðji, og nú viss Marg- aret að þremenningarnir höfðu náð upp á bergsylluna þar sem himr þrír lágu. Hún sá ekki þessa syllu þaðan sem hún var HEIMILISBLAÐIÐ 101

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.