Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1982, Qupperneq 19

Heimilisblaðið - 01.08.1982, Qupperneq 19
æ ógnaði honum frá þeim Milrane og Gam- pel, sem voru ofan við hann. En það var engu líkara en þeir gætu ekki orðið hon- um að neinu liði úr því sem komið var. Margaret greip um hnullingana í berg- veggnum fyrir framan sig og tók að klöngrast upp á við. Henni var ljóst, að hún gat ekkert gert til að aðstoða hann, en á hættulegum og erfiðum kafla nokkuð hátt uppi í bjarginu, tókst henni þó að ná taki á stígvélum hans og hjálpa hon- um til að finna örugga fótfestu. „Margaret!“ En hvað hún þekkti þessa rödd vel! Þannig urðu þau svo samferða niður. Mað- urinn, sem þau höfðu bjargað, var á lífi, og mörgum klukkustundum síðar, þegar þau komu gangandi niður í dalinn með manninn í teppum á milli sín, hittu þau hóp af hjúkrunarfólki ásamt lækni, sem járnbrautarfélagið hafði sent af stað. Þeg- ar þau heyrðu, að mennirnir tveir, sem eftir voru hið efra, væru látnir, var lækn- irinn látinn aðstoða þann slasaða, en leið- angursmenn ákváðu að fresta því að sækja líkin þar til þeir hefðu fengið til þess hent- ugri útbúnað. Þeir tóku þess í stað við að bera hinn slasaða í áfangastað. Að svo búnu gátu þau Margaret og Walter með góðri samvizku yfirgefið hitt fólkið og ver- ið ein út af fyrir sig. Morgunroðinn skein á fjallstindinn, og hlýleg birta flæddi um dalinn, þar sem Walter lét fallast niður á grenibol og Margaret þrýsti sér að honum með hend- urnar vafðar um háls hans. „Ástin mín, ég get aldrei fyrirgefið sjálfri mér,“ sagði hún. „Hvað, ljúfan?“ spurði hann. „Að ég skyldi neyða þig til að taka þátt í þessum hræðilega leiðangri . . . Ég hefði getað hrakið þig út í dauðann.“ „En þetta fór allt saman vel.“ „Já, en ... en hvað ég gat misskilið þig!“ „Nei, það gerðirðu ekki, ástin min. Ég hugsaði um það sem ég hafði áStir gert og lét mér það nægja. Ég með mín þrjátíu og þrjú ár — og eftir að hafa nýlega unnið hug þinn og hjarta! Viltu heyra hvað ég hugsaði, þegar ég sá þremenningana hrapa og vildi ekki segja þér það?“ „Nei, ég kæri mig ekki um það.“ „Þú verður að heyra það! Þú átt að verða konan mín. Ég hugsaði sem svo: Nú eru þeir að líkindum látnir, allir saman. Allavega kemur mér þetta ekki beint við. Ég er búinn að bjarga nógu mörgum mannslífum. Ég hef lagt líf mitt í þá hættu, að ekki verður frekar af mér kraf- izt. Ég hef gert það sem mér ber, og það vita allir. Nú ætla ég að njóta launanna það sem eftir er.“ „Þú hafðir fullt leyfi til þess að hugsa þannig, Walter.“ „Nei, það hafði ég einmitt ekki. Ó, hvað það var indælt, að þú skyldir einmitt vera samferða í járnbrautarlestinni. Segjum, að þú hefðir ekki verið þarna til að hvetja mig; segjum, að ég hefði haldið áfram að lifa og fundizt ég hafa unnið mér til frægð- ar og velfarnaðar nóg til þess að þurfa ekki að taka til hendinni framar í sam- bærilegum tilvikum, í stað þess að . . .“ „1 stað hvers, Walter?“ „1 stað þess að byrja á öllu saman upp á nýtt, ásamt þér, ástin mín.“ H E I M I L I S B L A Ð I Ð 103

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.