Hjálpræðisorð - 01.04.1893, Blaðsíða 4

Hjálpræðisorð - 01.04.1893, Blaðsíða 4
28 ins — sem var það frelsismeðal er Guð hafði á- kveðið — eða, hann var það ekki. þótt einhver Israelíti hefði hugsað sjer að leita frelsis með blóð- inu, eða verið tilbúinn að nota það; þótt hann hefði, haft lamb hjá sjer, og hugsað til að slátra því, þá hefði samt dómurinn lent á húsi hans, hefði blóðinu eigi verið rjóðrað á þröskuldinn og dyrustafina. Lesari góður, þú getur nú heimfært það uppá sjálfan þig, sem hjer hefir verið sagt. Ert þú undir verud Jesú blóðs, eða ert þu enn þá undir dóminum? Ertu í Orkinni, eða ertu fyrir utan hana. |>ú hlýtur að vera í öðruhvoru þessu á- standi. Sjert þú ekki í björgunarbátnum, þá væri þjer jafnhætt við druknan, eins og þú værir þús- undir mílna frá honum. Að vera hálfkristinn er í raun og veru sama senr að vera heiðingi. Að vera hálf-endurfæddur á sjer ekki stað. Margir hugsa urn Krist, án þess að fela sig honum, án þess að flýja til haus, með hjartans fullu trausti. Maðurinn getur vonað að verða kristiun einhverntfma í tímanum, en sá dag- ur rennur máske aldrei. Maðurinn getur vaknað, þótt hann eigi snúi sjer. Til þess að vera krist- inn útheimtÍ8t ekki að eins, að þú hugsir um, œtlir ■jer eða vonir að verða það; það er ekki nægjandi að þú sjert sannfærður um hættuna, heldur verður þú í sannleika að hafa falið þig Kristi. Kæri lesari, ert þú nú virkilega Krists eign, eður ekki? |>ú kannt að spyrja, hvernig á jeg að vita það? Ef þú gjörir þessa fyrirspurn af ein-

x

Hjálpræðisorð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjálpræðisorð
https://timarit.is/publication/432

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.