Hljómlistin - 01.03.1913, Blaðsíða 3

Hljómlistin - 01.03.1913, Blaðsíða 3
HLJÓMLISTIN 43 og er ekki ólíklegt, að þeir hafi verið i Sálmabók Ólafs Hjaltasonar, og Guðbrandur biskup hali látið laga þá. Til dæmis er einn þessara sálma: »ó Jesú Kriste sá eð mann- dóm tókst«. (Frh.) Drög að söngsögu aö því er snertir Húsavík í Suður-Þingeyjarsýslu 1880—1912. Safnað hefir: Vald. Valvesson. I. Endurlit. Tíminn laust fyrir 1880 og það ár. Eigi get eg vitað til, að á þessu timabili haii verið lögð rækt við aðra tegund söng- listarinnar hér i Húsavík en kirkjusönginn, og mun eg þvi aðallega dvelja við hann í þessu ófullkomna endurliti mínu. Að visu er mér kunnugt um, að talsvert var á flakki hér um slóðir af ýmsum vísnalög- um, hæði við útlenda og islenzka texta. Má þar t. d. nefna Þjóðhátíðarlögin og eins fá lög úr »Danmarks Melodier«. Nokkur þeirra voru afhaldslög Þ. Guð- johnsen’s verzlunarstjóra hér, og mætti ætla að ýms þeirra hafi hann hingað ilutt. í annan stað má nefna, að ógrynnin öll þektust hér af rímnalögum, en þegar hér er komið eru þau i rauninni að falla úr tizku. — Kirkjusöngurinn mun það hafa verið, sem mesl rækt var lögð við á þess- um tima, og því tala eg nákvæmar um hann. Örlítið norður af prestssctrinu, inni í miðjum kirkjugarðinum, stóð guðshús safnaðarins. Lítið var það og lágt, og hvorki skrautlegt að utan né innan. En þó hefi eg það fyrir satt, að vel rækti söfnuðurinn tiðir jjá. — Vér skul- um því fylgjast i kirkjuna og virða fyrir oss það, sem fram fer með lilliti til söngs- ins. Styðsl eg þar við minni gamals manns, er þann tíma man. Liklegast hefði verið, að i forsöngvara- sætinu hefði setið öldungur með »Grall- arann« i höndum, eftir ýmsu öðru að dæma, en svo var ei. Sönginn leiddu tvær mannsraddir, — önnur mjúk, blíð og hljómþrungin, er smaug inn að instu rót- um hjartans, — og hana átti frú Halldóra M. Guðjohnsen, er söngnum stýrði, — hin »regindjúp, sigursterk og hrein«, og hana átti Þórður verzlunarstjóri Guðjohnsen, maður frú Halldóru. Heíir rödd þeirra mjög mint á hljómlist söngfuglsins með undirspili fossins i islenzkum fjalldölum. »Já, röddin hennar Halldóru sál., — slíka og þvílíka englarödd hefi eg aldrei heyrt,« bætir sögumaður minn við. — Eleira fólk söng með, sérstaklega efri röddina, en eigi var þó hér um almenna hluttöku safnað- arins að ræða. Þá voru sungin »hin nýjn lög«, en grallaralögin voru að mestu lögð á hilluna. — Eg lel víst, að þau hjónin hafi einna mest eða eingöngu unnið að útbreiðslu nýju laganna hér um slóðir, en eigi er mér frekar um það kunnugt. — Um söng við húslestra í heimahúsum er mér því miður ókunnnugt. Frú Halldói-a Margrét andaðisl 23. Júní 1881, en maður hennar lifir enn. — Eigi | kunnu þau hjón að leika á harmonium, enda var þá ekkert harmonium hér til, eftir því, sem eg bezt veit. II. Frá 1880—1912. I. Kirkjusöngurinn. a. Hljóðfæri i kirkjunni. Eins og áður er frá sagt, dó frú Hall- dóra Guðjohsen 1881. En um það leyti fluttist hingað organleikari Magnús Einars-

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.