Hljómlistin - 01.03.1913, Blaðsíða 4

Hljómlistin - 01.03.1913, Blaðsíða 4
44 HLJÓMLISTIN son, nú á Akureyri. Hann átti lítið har- rnonium, og ætla eg, að það sé lnð fyrsta þesskyns hljóðfæri, sem hér hefir verið. Mér er nær að halda, að hann hafi leikið á orgel sitt í kirkjunni að einbverju leyti 1881, og hefir það því verið hið fyrsta hljóðfæri, sem notað hefir verið við guðs- þjónustu hér. 1882 er það leigt í kirkjuna fyrir 10 kr. ársleigu, og Magnús ráðinn organleikari með 80 kr. kaupi. Á árinu 1883 er keypt orgel handa kirk- junni. Var það frá verksmiðju í Vestur- heimi, og stóð I3. Guðjohnsen fyrir útvegun þess. Hljóðfæri þetta reyndist vel, og var notað alt fram að 1906 eða ’07. Þá var það selt, en orgel fengið að láni alt þangað til að karlasöngfélagið »Prymur« gaf kirk- junni nýtt orgel í Október 1911. Er það ágætt hljóðfæri, enda kostaði það nál. 600 kr. Það er danskt. Endist það vonandi um langan aldur. Getið skal þess, að gamla kirkjan var lögð niður 1906 og ný kirkja reist niðri í þorp- inu. Gamla kirkjan var bygð 1840—’42. b. Organistarnir. Eg ætlaði mér að gjöra skrá um þá, er sýndi hvenær þeir hefðu byrjað starf sitt í kirkjunni og hvenær hætt. En því miður reyndist það óhægt að ýmsu leyti. Eg treysti á, að í safnaðarfundargjörðum hlyti það að sjást, hverjir hefðu leikið á orgelið, enda er það all-oft, en eigi ætíð. Stundum er »sóknarnefnd falið að ráða organleikaracc, og ekkert meira um það. En í kirkjureikn- ingum væri ef lil vill hægt að sjá það, en eg hefi eigi getað náð í þá enn þá. Síðar hugsa eg til að semja nýja skrá og ársetja þá starf hvers einstaks. Eins og fyrr er um getið, lék Magnús Einarsson hér fyrstur manna á orgel við guðsþjónustu. Héðan fór hann 1885, en þá hafði hann kent nokkrum mönnum að leika á orgel. Þessir hafa leikið á orgel i ldrkjunni frá 1881—1912: 1. Magnús Einarsson. — Æfiatriði hans eru alkunn. 2. Stefán Guðjohnsen. — Sjá »Sunnanfara« XI, 9. — Hann hefir einna hæst og fegurst hljóð, þeirra manna, er eg hefi heyrt. Hefir hann marg-oft skemmt mönnum með einsöng, enda »hefir hann hljóðin hennar móður sinnar«, segir gamla fólkið. Hann lærði á orgel hjá Magnúsi Einarssyni. Leikur hann engu siður á piano. Um starf hans sem söngstjóra sjá síðar. 3. Jón Ármann Jakohsson, f. 23. April 1866. — Lærði á orgel hjá M. Einars- syni 1884—’85 samtímis St. Guðjohn- sen. Eignaðist orgel 1895. — Jón er lipur og smekklegur organisti, hefir fallega og djúpa bassarödd og mjög söngvinn. 4. Iiirstín Guðjohnsen. — Systir nr. 2, kona héraðslæknis Ásg. Blöndals. 5. Bene.dikl Sigurgeirsson Snœdal, f. 25. Ág. 1877. — Lærði fyrst á orgel hjá Karli Jónassyni nú á Seyðisfirði, en var til fullkomnunarnáms hjá M. E. á Akur- eyri 1899—1900. — Þess má geta, að hann kendi unglingum hæði andleg lög og veraldleg og ætlaði sér að koma upp föstum kirkjusöngflokk. Spilaði hann fyrstur manna hér »Hátíða- söngva« síra Bjarna Þorsteinssonar. Undir hans stjórn var tekið upp og sungið lag Weyse’s við: »Jesú, þú erl vort jólaljós« í fyrsta sinn hér í kirkju, en er nú sungið á hverjum jólum. 6. Jón Sigurjónsson, f. 16. Febr. 1874. — Lærði hjá Sigurgeiri Jónssyni frá Stóru- völlum (nú á Akureyri). Organisti við Nesldrkju í Aðaldal síðan 1909. Faðir hans er einn elzti organisti hér um slóðir, og söngelskur mjög, og það eru öll börn Sigurjóns. 7. Árni Valdimar Sigurðsson, f. 6. Nóv. 1868. — Eignaðist orgel 1896 og lærði á það að öllu leyti af sjálfum sér. 8. Puríður Porsteinsdóttir, nú á Ytralóni í

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.