Hljómlistin - 01.03.1913, Blaðsíða 5

Hljómlistin - 01.03.1913, Blaðsíða 5
HLJÓMLISTIN 45 Þistilfirði. — Mér er eigi kunnugt um nám hennar, en hún mun varla hafa spilað nema eitt ár eða svo í kirkjunni. 9. Kristján Sigtryggsson, f. 21. Marz 1876. — Lærði hjá Sigurgeiri Jónssyni frá Stóruvöllum 1897—’98. Eignaðist orgel árið 1900, og hefir átl það.síðan. Auk þess, að Kr. S. spilaði hér, hefir hann gegnt organistastörfum tíma og tima i öðrum kirkjum. 10. Björn Vigfússon, f. 13. Sept. 1877. — Eignaðist orgel 1898 og lekk þá hálfs mánaðar tilsögn þann vetur. Hafði hann nokkru áður lesið og lært á eigin hönd Söngreglur Jónasar Helga- sonar og lílið eilt siðar Söngfræði Bj. Kristjánssonar. Lærði hann þá jafn- hliða lög á langspil eftir nótum. Vorið 1895 náði hann í þrírödduðu sálma- söngsbók P. Guðjohnsen’s hjá sóknar- presti sínum, síra Porleifi Jónssyni á Skinnastað. Sama veturinn kom orgel í Axarfjörðinn, 3 állundir, og har það maður á bakinu! En enginn maður i sveilinni átti nótnabækur, aðrir en þeir Björn, síra Þ. J. og orgeleigandinn, kennari Björns. í kirkjunni var ætíð sungið einraddað að þessu, en Björn fór þá að læra bassa og syngja þá i kirkjunni. Árið 1897 var keypt orgel i Skinnastaðarkirkju. Var Björn oi-gan- isli þar frá 1898—1906 eða 7 ár. Þá ílultisl hann til Húsavíkur. Hér tók hann við organistastörfum 1911 og stundar þau enn. Bj. V. hefir spilað undir fyrir ein- söngvara, t. d. Þórð lækni Pálsson o. 11. Eins og sjá má á þessu ylirliti, hefir Björn alið sig sjálfur upp í sönglegu tilliti, og er alveg furða, hve listfengur hann er á orgel, þegar alls er gætt. Eg hefi t. d. oft heyrt hann leika »Adagio und Menuelt aus. der C-dur Symphonie« J. Haydn’s, sömuleiðis »Stánchen« eftir Schubert (í D-moll), o. fl., bæði lélt og liðlega. Hann stóð fyrir samsöngnum á aldar- afmæli Péturs Guðjohnsen’s 29. Nóv. sl. c. Sálmalögln. Frá þvi, er Magnús Einarsson var hér, hefir kirkjusöngurinn jafnaðarlega verið fjói’raddaður. Auðvitað mál er það, að eigi er sungið æfinlega fjórraddað, en við allar hátíðlegar messugjörðir er það gjört og oft ella. — Nú sem stendur er kirkju- söngsbók Sigf. Einarssonar mest noluð, og Viðbætir sira Bjarna Þorsteinssonar síðan i baust. — Jafnan er æfður kirkjusöngur að meira eða minna leyti fyrir jóla- og nýjárs- hátíðirnar, og Hátíðasöngvarnir þá notaðir. — Um lagavalið er margt að segja, en fæst af því hefir almenna þýðingu. Auk hinna eldri kirkjulaga eru nú sem stendur þessi lög meðal annars sungin: 1. Ó, guð vors lands (Svb. Svb.) 2. Guð hæst í hæð (Schulz) . . 3. Þig, Drottinn, himnarnir, o. s. frv. (Beethoven).......... 4. Á bendur fel þú bonum (M. Haydn)....................... 5. Sjá þann hinn mikla (Grieg) 6. Við sérhver takmörk líða (Schulz)..................... 7. Himnafaðir hér (Weyse) . . 8. Bjargið alda (Mason) .... 9. Hærra, minn guð, lil þin (Mason)...................... 10. Guð, þú hlessar alla, alla . . o. s. frv. En liinsvegar hafa nokkur eldri lög horfið með öllu eða nærfelt úr kirkjusöngnum, og eru þau sum falleg. Eg minnist t. d. eigi að hafa heyrt farið með lagið: »Aví, aví, mig auman mann« (Heyr mín hljóð). Er það mín persónuleg skoðun, að slíkt sé illa farið. 2. Söngur annars efnis. Helztu söngfélögin. Erfitt er um söngfélögin hér að rita. Þau hafa mörg verið slofnuð, en — »alt J Ali. messugj. } Tækifæri. • Alm. messugj.

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.