Hljómlistin - 01.03.1913, Blaðsíða 7

Hljómlistin - 01.03.1913, Blaðsíða 7
HLJOMLISTIN 47 Nálega á hverri samkomu er meira og minna sungið, og er það skoðað sem sjálf- sagður hlutur. Fáir eru hér, sem kalla má reglulega vel að sér í söngfræði, og helzt engir, sem nokkuð verulegt vila í hljómfræði, og kem- ur það sér afar-illa. — Þrátt fyrir það og annað, sem að kann að vera, vona eg þó, að hér muni ætíð búa söngelskandi fólk. Bréfkaflar. Úr Strandasýslu. ----------»Harmonium eru í Kollafjarðar- neskirkju og Árneskirkju. í Kollafjarðarnes- kirkju frá Kimbolt í Chicago, með þreföldu hljóði, 4, 8 og 16 i'óta, og kostaði 450 kr. hingað komið, — en í Árneskirkju frá Hö- riigel í Leipzig, með þreföldu hljóði, og kostaði tæpar 400 kr., útvegað af Jóni Pálssyni. — Organistar við kirkjurnar eru: Sigurgeir Ásgeirsson við Kollafjarðarnes- kirkju, en Pétur Guðmiuuisson í Ófeigsíirði við Árneskirkju. — Orgel er búið að vera 4 ár i Kollafjarðarneskirkju, en 3 ár í Ar- neskirkju. — Af því nokkur söngþekking heíir breiðst út frá barna- og unglinga- skólanum á Heydalsá, þá má söngur tel- jast fremur góður i Kollafjarðarneskirkju, eftir því sem gerist í sveitakirkjum; en í Árneskirkju eru aftur fremur litlir söng- kraftar, er stafar lika af strjálbygð, að eigi mætir við messu söngfólk langt í burtu. í þremur kirkjum: Óspakseyrar-, Staðar- og Kaldrananeskirkju, eru engin orgel og söngur lélegur og á hriplingabjörgum með forsöngvara. Söngþekking svona yfirleitt er ekki gott að segja hvort sé góð, lakleg eða i meðal- lagi, samanborið við önnur pláss, þvi að kunnugleik brestur til þess, að dæma um það. Söngþekking hefir helzt breiðst út frá skólanum á Heydalsá hér um niið- sýsluna, og þar lærði organistinn við Ár- neskirkju. Einstakir menn eiga og har- monium heima hjá sér, t. d. eru 2 í Ó- spakseyrarhreppi, 1 í Kollaíirði, 1 i Hróf- bergshreppi og 4 i Árneshreppi. Önnur hljóðfæri eru eigi nema harmonikur og grammófónar og svoleiðis gargskjóður. Langspil eru nú alveg fallin úr sögunni, siðan menn fóru að venjast harmonium. Fyrsía harmoniið kom hingað í miðs^'sl- una að Heydalsá til Sigurgeirs Ásgeirssonar, árið 1897; siðan hafa þau verið að smá- tínast inn í s}'sluna.«---------- Nýdáinn er í Kaupmannahöfn Christian Barnekow, merkur söngfræðingur og tón- skáld; hann andaðist á skirdag (20. þ. m.) eftir viku banalegu. Barnekow var kom- inn af gamalli, danskri aðalsætt og fæddur 28. julí 1837 í St. Sauveur, smábæ einum suður í P5Treneafjöllum á Frakklandi, en kom tveggja ára til Danmerkur og ólst þar upp síðan. Þegar hann hafði tekið stúdentspróf, helgaði hann alt starf sitt upp frá því sönglistinni og liggur mikið eftir hann af tónverkum, enda er hann talinn með merkari tónskáldum Dana og einhver hinn fjölhæfasti. Hann fékk pró- fessors-nafnbót 1891 og helir um langan tíma verið formaður í ýmsum merkustu söngstofnunum Dana. Her á landi mun hann vera kunnastur fyrir »kóralbók« sína, sem fyrst kom út 1878 og siðan heíir verið gefin út nokkrum sinnum (4. útg. 1899).

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.