Hljómlistin - 01.03.1913, Blaðsíða 8

Hljómlistin - 01.03.1913, Blaðsíða 8
48 HLJÓMLISTIN Hljómleikar voru haldnir í Bárubúð sunnudag 2. marz undir sljórn herra söngkennara Brynjólfs Porlákssonar, og var þar einhver hin fjöl- breyttasta söngskrá, sem menn hafa átt að venjast hér, enda var vel sótt, og húsið næstum troðfult. Söngskráin var þriskift: 1. P. Bernburg með í) manna orkester. 2. Stór söngsveit l)arna úr efri bekkjum harnaskólans söng nokkur lög undir stjórn Brynj. I’orlákssonar. 3. Sjálfur lék hann nokkur lög á normal-harmonium. — Allur tókst samsöngur þessi yfirleitt prýðisvel. Að eins má finna það eitt að, að þar var of mikið fram borið fyrir fólkið, því að samsöngurinn stóð yfir fulla tvo tíma, og var þó lítið hlé á milli. Brynjólf Þorláks- son þekkja hér allir að því, að hann fer manna bezt með hljóðfæri sitt, enda lék hann svo prýðilega, að mesta yndi var að heyra sum lögin hans. Sömuleiðis hefir hr. Bernburg og ílokkur hans skemt fólki vel hér í bænum, en lögin, sem.hann lék, voru helzt til löng og tóku ol' langan tíma á svona fjölbreytlum samsöng. Mesta undrun vakti söngur harnanna, sem tókst ágætlega; þau voru nál. 50, og er vandi að æfa svo stóran barnahóp, að öll verði þau samtaka, því að þar þarf lag lil og góða stjórn, en svo vel hefir Brynjólfi tekist að æfa þau, að þar var ekki nokkur misfella á, og mátti þegar sjá það, er þau kornu inn og röðuðii sé upp á pallinn, að þar vissi hvert þeirra hvar það álti að vera og hvað það átti að gera; það var eins og þar kæmi fram þaulvön og ófeimin söng- sveit. Hljómleikar þessir hafa tvívegis verið endurteknir með nokkrum brejfiingum. Flokkur hr. Bernburgs var að eins í fyrsta skiftið. — Ráðgert hefir verið að halda nú á þessu ári samsöng í Vínarborg, þar sem sungin verða eingöngu islenzk lög, og hefir nú nýlega verið leitað ráða til Sigfúsar Einars- sonar um þelta og hann beðinn að senda félaginu lög, og verða þau sungin á ís- lenzku. í framburði málsins nýtur félagið aðstoðar norrænuprófessors í Vín. Félagið, sem ætlar að syngja, er Akademischer Ge- sangverein tekniska háskólans, stofnað 10. marz 1892, og er það lalið eitt með beztu söngfélögum í Vínarborg. Wagners-söngfélög eru til út um allan heirn er syngja nálega eingöngu lög eftir Richard Wagner, tönsnillinginn fræga. Nú i vor, 22. maí, er aldarafmæli hans og eru slik söngfélög farin að hafa viðbúnað til að fagna þeim degi. Ekkert tónskáld 19. aldar- innar hefir náð jafnmikilli frægð og hann og um l'á stórmenni heimsins hefir meira verið rilað. Eitthvert liið stærsta orgel í Vínarborg er það, sem þar á Söngsamkomusalurinn mikli (Grosser Musikvereinsaal) og þeir bræðurnir Rieger bygðu 1907 i Jágerndorf. Það hefir 72 raddir, fjóra »manúala«, pedal og 5198 pípur. Orgel evangelisku kirkjunn- ar þar, bygt 1807 (með 18 röddum), en endurbygt 1907 með 22 röddum, hefir 1250 pípur, 2 man. og pedal. Önnur orgel eru þar ílest nokkuð minni. Vínarboi’g er ein af helstu söngborgum heimsins. Prentvillur í siðasta blaði (febrúarblað- inu) eru tvær á bls. 37, síðara dálki: Kaupholti á að vera KamphoUi, og í neðstu línunni: Bollagörðum á að vera Bollastöðum. MVisík verður með næsta blaði. Picnlsraiöjaa Gutenberg.

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.