Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 11

Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 11
11 var kominn last að stólbakinu. Eg spratt á fætur með hendur fyrir mér. Fyrsta hugsunin var sú, man cg, að ekki mundi þessi maður við mér hafa, væri hann vopnlaus, pvi að allur var hann burða- lítill og væskilslegur. Varla var petta beiningamaður, þóttist eg sjá. Hann var nokkurn veginn til fara, reyndar yfir- hafnarlaus í kuldanum. Gasslogið stóð nú beint framan i andlitið á gestinum, og virti eg það fyrir mér. Pað var ljótt og ógeðslega fölleitt, i einlæg- um fettum og brettum. Ætti eg að reyna að koma einu lýsingarorði að, var svipurinn ákaflega flótla- legur. Eg slepti ekki augum gestsins, og beið á- tekta þegjandi. Hann sýndi sig ekki í því að ráða á mig, en fór í vasa sinn og tók þar upp veski, góðan grip að sjá, það var víst vindlaveski, og spurði hvort eg vildi ekki kaupa, og nefndi eitt- hvert lítið verð. Eg var svo sem í engum vafa um það, hvern- ig þessi gripur væri fenginn. Sú hugsun kom víst alls ekki upp hjá mér, að það væri, ef til vill, borgaraleg skylda mín, að koma þessum garmi undir manna hendur. Og eigi mun heldur sú hugsun liafa vaknað hjá mér, livað Kristur mundi gjört hafa við þennan aumingja, hefði liann orðið á vegi hans. Eina hugsunin hjá mér var sú, að eg yrði að koma þessum náunga út af Garði, öll- um að meinalausu. Pað var svo sem bersýnilegt að þangað var hann kominn, sinna erinda, einmitt

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.