Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 28

Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 28
28 umhverfis liann og styðja hann svo að liann dytti ekki. Pað var eins og hann bærist á vængjum. En þegar drengurinn gekk yfir um, söng við í svcrðinu svo hátt, að öllum varð litið þangað. Felmtri mikluni og undrun sló á mannfjöld- ann, er á þetta horfði. Prestarnir urðu fyrstir að átta sig. Peir sendu þegar eftir fátæka manninum, og sögðu við liann: »Gud hefir gjört kraftaverk til þess að sýna okkur, aö liann vill þiggja gjöf þína. Kom þú með lambið, og vér skulum fórna því«. Að því loknu spurðu þeir eftir drcngnum lilla, er gengið hafði vfir gjána. En þegar farið var að svipast að honum, var liann allur á hrolt. Iíann hafði sem sé, er hann var kominn yfir gjána, minst foreldra sinna og heimferðarinnar. Hann vissi það ekki, að nú var farið að lialla degi, en hugsaði með sér: nú verð eg að liraða mér, svo að þau þurfi ekki að bíða min. En fyrst ætla eg að bregða mér snöggvast inn og líta á rödd konungs konunganna. Og hann vatt sér gegnum mannþyrpingunainn i dimmu súlnagöngin, þar sem eirlúðurinn reis upp við vegginn. Þegar hann virli fyrir sc lúðurinn og mintist þess, að sá sem náð gæti hljóði úrhonum, mundi ná yíirráðum yfir öllum þjóðum lieims, fanst honum hann bera af öllu öðru er hann hafði séð;

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.