Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 33

Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 33
33 Hjónin ruddust nú gegnmn mannfjöldann, og er þau sáu barnið, sem sat meðal lærifeðranna, kendu þau þar son sinn. En þegar er konan sá hann, fór hún að gráta. Og drengurinn heyrði að einhver grétogþekti að það var móðir hans. Pá stóð hann upp og gekk til hennar, og loreldrar hans leiddu hann milli sin út úr musterinu. En móðir hans liélt á- fram að gráta, og drengurinn spurði: »Hví græt- ur þú, móðir min? Eg kom þó strax, eregheyrði til þín«. »Hvi skyldi eg ekki gráta?« svaraði móðir hans. »Eg hélt að eg væri búin að missa þig«. Þau héldu út úr borginni. Náltmyrkrið færð- ist yflr — og enn hélt konan áfram að gráta. »Hví grætur þú, móðir mín?« spurði drengur- inn. »Eg vissi ekki að svo var orðið framorðið. Eg hélt að enn væri árla dags, og eg kom strax, cr cg heyrði til þin«. »Hví skyldi eg ekki gráta?« svaraði móðir hans. »Eg var búin að leita að þér allan daginn, og eg hugði að eg væri búin að missa þig«. Pau héldu áfram alla nóttina, og altaf grét konan. Þegar dagaði, mælti drengurinn: »Hvi grætur þú, móðir mín? Eg var ekki að afla sjálfum mér álits, heldur lét guð mig gera kraftaverk, af því að hann vildi hjálpa þessum bágstöddu mönnum. Og strax kom eg, er eg hcyrði til þín«. 3

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.