Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 36

Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 36
36 pvi, að verða undir, komast ekki áfram, gleymast eða drukna i þessum sí-þjótandi fólksstraum. Þegar svo jólin nálgast, þá kastar tólfunum. Pað er eins og straumarnir um göturnar strikki og liarðni, og fjölmcnnis liringiðan þyrlist áfram með tvöfaldri íerð. Búðagluggarnir ljóma með enn meira ljósmagni cn áður og allskonar jóla- skrauti er tildrað þar til sýnis, stundum með ein- stakri list og hugvitssemi. Búðagluggarnir eru eilt af því, sem einna mest prýðir stórborgir og aldrei ná þeir annari cins fegurð eins og undir jólin. Enginn kjallaraholu-gluggi er svo vesæl- legur, að ekki sé reynt að prýða hann með ein- hverju jólaskrauti og setja þangað ljós, sc þar verzlunar-nefna inni fyrir. Hin miklu vöruhús, eins og t. d. »Magasin du Nord«, eru í einlægu Ijóshafi írá kjallara að kvistum, og slá breið- um skágeislum ofan á torgin eða strætin, þar sem alt úir og grúir af fólki — gangandi, akandi eða standandi framan við gluggana, til þess að horfa á jólavarninginn. Það eru lög í Kaupmannahöfn, að halda má opnum búðum sunnudaginn fyrir jól, til þess aó erilðismenn, sem vinna alla virka daga, eigi liægra með að kaupa scr til jólanna. Og sunnudaginn fyrir jól, annað árið sem eg var í Höín, sýndi leljarinn (Tælleapparatet) í aðaldyr- unum á »Magasin du Nord«, að 30,000 manns höfðu gengið inn um þær um daginn. Petta er að eins sagt til dæmis um ösina í búðunum fyrir jölin.

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.