Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 38

Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 38
38 þarf líka að láta hendur standa fram úr ermum; allir verða afgreiðslumennirnir að vera kurteisir og brosandi við gesti sína, þó að þeir ætli að hniga niður af þreytu og rellan ætli að æra þá. í verkstofunni sitja aumingja saumastúlkurnar, dauðþreyttar eftir langa vinnu og margar vöku- nætur, með fingurnar marg-stungnar til hlóðs af nálinni, og hamast við síðustu fötin, sem hús- bóndi þeirra hefir lofað fyrir jólin. Pær fá enga eftirgjöf af vinnutímanum, fyr en lög heimta. Og þær leggja þetta á sig með Ijúfu geði, til þess að húsbóndi þeirra þurfi ekki að verða af pöntunum þess vegna. Og þó vila þær það, að undir eins upp úr nýárinu verður þeim allflestum sagt upp vinnunni. Helgin nálgast. í hverri götu sér maður rauð- klæddum póstþjóni bregða fyrir með gríðarstóran strigapoka á bakinu, fullan af bréfum ogjólakort- um. Hann liefir verið að losa bréfakassana á göt- unum. En nú er meira en tífalt í þeim við það sem vanalega er. ÖIl þessi lifandi undur af bréf- um eiga nú að komast til viðtakenda fyrir kvöldið. Einhver verður þar að taka til hendinni. Fáein spor eiga þeir vesalings menn óstigin, sem bera þessi bréf, áður en peir fá að njóta jólagleðinnar og jólafriðarins heima í húsi sínu. Jólablöðin eru komin út. »Politiken« hefir myndir af 166 smábörnum í umgjörð utan um fyrstu blaðsíðuna. Innan í umgerðinni eru jóla-

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.