Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 43

Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 43
43 bjóöa mér til sín; líklega til þess að sýnast gest- risnari í hóp félaga okkar eða hlaupa í kapp við pá; — eg veit ekki pær réttu orsakir. En konan víldi auðsjáanlega gera gott úr þessu, pó að ekki hefði hún verið ráða spurð. — Eitthvert farg hvildi á allri glaðværð um kvöldið og allan hátíðablæ vantaði gersamlega. Við vorum öll of ókunnug til þess að geta átt nokkra gleði saman. Við áttum engar endurminningar saman og vissum ekkert hvað hverju okkar fyrir sig geðjaðist bezt. Við reyndum að syngja saman þau lög, sem við kunn- um, og frúin lék á gítar. En hún hafði aldrei næði fyrir blessuðum börnunum. Spil eða taíl var ekki hreyft. Hvorugt hjónanna var eiginlega hátiðar-búið, því að þau höfðu ekki haft tíma til að skifta fötum, og börnin ötuðu sig út í framan á jólasælgætinu sínu. Eg gat ekki betur séð, en þeim leiddist að hafa ókunnugan mann hjá sér. Pegar blessuð börnin voru háttuð, var eins og of- urlítið færi að glaðna yfir hátíðarhaldinu og við að færast nær hvert öðru. En þá var líka kom- inn tími fyrir mig til að halda heimleiðis. Kl. 12 um nóttina gekk eg einsamall eftir göt- um Kaupmannahafnar alla lcið hcim til min. Aldrei á æfi minni hefir mér fundist eg vera eins einmana. Göturnar voru auðar, mannlausar og hálf-dimmar. Alt var svo sorglega autt og dauða- legt, að mér fanst hrollur fara um mig við það, að heyra fótatak sjálfs mín. Húsin stóðu eins og

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.