Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 47

Jólabókin - 24.12.1910, Blaðsíða 47
47 Margan boðskap hef eg liálfa öld lieyrt og numið fram á petta kvöld, sem mér kveikti ljós við ljós í sál, — ljós, sem oftast hurfu pó sem tál. Hvað er jafnvel höndum tekið hoss? Hismi, bóla, ský, sem gabbar oss. Þóttú vinnir gjörvalt heimsins glys, grípur pú pó aldrei nema fls! Ársól hver, sem öllu fögru hét, ætíð hvarf á meðan rósin grét; vorið hvert, sem bauð mér betri hag, brást mér löngu fyrir vetrardag Lukkan sagði: »Vind upp mína voð: veröld alla gyllir sólarroð; fyrir stafni leiftra sérðu ljós, lukku pinnar frægð og sigurhrós!« Hvað varð úr pví öllu? Last og hrós, óró, blekking, trufl og villuljósl Ilafi nokkur hreinan sálarfrið, hjartafeginn skifti eg hann við. Þessi fáu, fölu lukkublóm fælast lífsins kalda skapadóm; alt vort hrós I hreggi veraldar hrekst á milli drambs og öfundar. Loks er eitt pað »evangelíum«, er oss býðst hjá tímans vitringum: »Trú er hjátrú, heimur töfraspil, himinn, Guð og sál er eklci til!

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.