Jólabókin - 24.12.1920, Side 20

Jólabókin - 24.12.1920, Side 20
Frú Hulda. Einu sinni var ekkja, sem átti tvær dætur og var önnur þeirra fríð og iðjusöm, en hin var bæði ljót og blóðlöt. Henni unni móðirin samt miklu framar af því að hún var holdgetin dóttir hennar, en stjúpdótturina hafði hún út undan og varð hún að gera alt, sem gera þurfti, og var hún sannkölluð Kolskör þar á heimilinu. Þessi veslings stúlka varð á degi hverjum að setjast við þjóð- veginn hjá brunni nokkrum og spinna þangað til blæddi úr fingrum hennar. Nú bar svo til einhverju sinni að spólan hennar var öll orðin blóðug og beygði hún sig þá með hana ofan í brunninn og ætlaði að þvo hana, en þá skrapp hún úr hendi hennar og datt niður í brunninn. Hljóp hún þá grátandi til stjúpu sinnar og sagði henni frá óhappi sínu. En stjúpan jós yfir hana skömmum og var svo harðbrjósta, að hún sagði við hana: »Fyrst þú lézt spóluna detta niður úr höndunum á þér,. þá farðu á eftir henni og sæktu hana«. Fór þá stúlkan aftur út að brunninum og vissi ekki, hvað hún ætti til bragðs að taka, og í angist sinni og ofboði stökk hún niður í brunninn til að sækja spóluna. Var svo í fyrstu, að hún vissi ekkert til sín, en er hún raknaði við og kom til sjálfrar sín, þá var hún stödd á unaðsfögru engi-

x

Jólabókin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.