Heimir - 22.11.1904, Side 10
io 6
H E I M I R
Vestur-íslendingar komast því ekki í hálfkvisti viö Japaníta,
þeir.eru auk heldur eftirbátar þjóðarinnar hér í Canada, sem
þeir lifa nú lijá; og hvernig stendur svo á því?
Ritstj. segir aö þaö sé vegna þess, að þeir hafi ekki samið
sig aö siöum Canada-manna. Þeir hafi ekki hagnýtt sér meöaliö,
sem gjöri Canada-þjóÖina andlega stóra og „bungubreiöa", nfl.
trúræknina og kyrkjugönguna—• meöaliö, sem hann segir oss
sjálfur, aö hafi háö Japanítum svo, aö þeir urðu ekki mehn meö
mönnum, fyr en þeir lögöu niður sína fornu trúrækni og kreddur
Þaö er ervitt fyrir oss aö finna hér „rauða" rökþráöinn, er
tengir þessar andvígu skoöanir saman í eina heild, enda mun
hann naumast vera aö finna. Greinin er samhengislaus, í lík-
ingu viö þenna gamla prédikunarstíl Englendinga, er nefndur
hefir verið „prjónapúöa" stílh Prjónapúöinn er Vestur-Islend-
ingar og prjónarnir, sem í hann er stungið, eru Japanítar, Can-
adamenn, „trúrækni", „kyrkjuganga", „hagnýting skóla", „siö-
ferðiskenning betrunarhússlima" oghm! „heldra fólkiö á Spence
str."!—
Aðal prjónninn er „kyrkjugangan". Þar af má kenna menn-
ingu og andlegan þroska Islendinga, segir ritstjórinn. Fólkiö á
Spence str. hefir þaö til siös, aö tæma húsin á sunnudögum og
ganga í kyrkju. Islendingar gjöra það ekki aö öllum jafnaöi,—
þess vegna standa þeir öðrum þjóöum aö baki.
Þetta er aö eins eins manns skilningur á því, hvað andleg
þroskun sé, naumast heppilegur eða tilkomumikill. Hvaö gagn-
ar eintóm kyrkjuganga, eða ræktarsemi við trú ? Þýöing hvors-
tveggja hvílir algjörlega á því, hver kyrkjan er og hver trúin er.
Auövitaö á ritstj. hér við lúthersku trúna og lúthersku kyrkjuna.
En hvaö gjörir sú kyrkja til þess að stuöla að því, aö koma ís-
lendingnum úr þeim álögum, er hann situr í, og hvaö til þess aö
hamla því, aö hann sitji við sinn „ólundar keip" eöa bíöi „eins
og bandingi, reyröur og bundinn viöjum vanans, hvaö svo sem
fyrir augun ber"?
Þaö tvennt, sem aöallega er brýnt fyrir Islendingum, er
vanafesta og afturhald. Barnatrúnni skuli þeir ekki slíta sig
frá, hvað svo sem heimurinn segi, hvort sem hún sé í samræmi
viö sannleikann eöa ekki. Þeir skuli halda sig frá öllum „ný-