Heimir - 01.09.1909, Page 6

Heimir - 01.09.1909, Page 6
H E I M I R Og vonzkan aldrei á því góða hrín um eilífð—hvað sem h'f og dauði boða, og hún á ekkert afl sem nær til þín. Og eldingin, sem hitti þig til voða var saklaus—og hún sat um líf þitt eigi— sem sjálfur þú að ganga á hennar vegi. Svo vef eg þig í angurværðir óðs inn andaðann, í línur táraglaðar— I englaröðum glaðværðar og góðs þú gestur verður, hvergi annars staðar— Eg, kveð þig ugglaus, um það lokast sárjn— á eftir blessun, þakkirnar og tárin. Eg kveð þig ugglaus—En eg til þess finn um alla þá sem harm um lát þitt bera, að geía ei borið meira en hlutann rninn af mæðu þeirra : án þín nú að vera— Til æfiloka á eg til þess merki, þú ert hjá mér í ljóði mínu og verki. Af kærleik þínum engu verður eytt, hann er og varir mér í tímans sjóði. Þó von um framtíð, um þig bygð, sé breytt : eg bý að auð’ frá sainvist okkar, góði ! Og þegar berst eg út af ljóðsins löndnm mun lífiö verja ’ann sínum geymslu höndum. Ó, hjartans barn, þín hjálparfúsa mund varð hlúun þess á ellidögum mínum : að mín, sem þreytt var, fengi frjálsa stund að forða týnslu mörgum gleymdum línum— Þá beggja eign eg grátþakklátur gæfi ef gæti og þyrði, að treina þína æfi.

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.