Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 7

Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 7
HEIMIR Og enn sé kært að kveða og heilsa þér! og kveldsól mín skal setjast enn í heiði er hinzt til viöar veröld gengur mér í vestri, undir þínu gróna leiöi. Svo helgast leið að lík-kistunni minni og Ijóöiö hinzta af minningunni þinni. /ó-/-op Steþhan 6\ Stcphanss<m OTGEFENDA SKIFTl Mep þessu, fyrsta blaði sjötta árgangs "Heimis" eru orðin eigandaog útgefanda skiftis. Menn þeir er fyrir nokkrum árum síöan mynduöu hlutafélag blaðsins hafa nú ýmist gefiö eða selt eignir sínar í blaöinu til Únítaríska Kyrkjufélagsins íslenzka, og verður það því framvegis gefið út undir umsjón og í umboði þess. Breyting þessi á högum blaösins þótti næst um sjálfsögð, þó fyrr hefði komið. I flestu hefir blaðið reynt að styrkja stefnu únítaríska hreyfinga að því litla leyti er áhrifa þess gætti, og þaö, var verkinu vaxiö. Þótt ritgjöröir og málsgreinar þess Á liönvm tíma hafi verið um ýmiskonar efni, þá hefir þó Heimir altaf aðeins átt eitt málefni. Og þetta eina málefni var, og er, trúarviðsýni og hugsanafrelsi—" Unitarianism." Það var því eiginlega óviðurkvæmilegt að nokkrir einstaklingar héldi úti blaði á eigin ábyrgð, fyrir þetta mál, er var kyrkjufélagsins sjálfs að annast. Enda líka var tilraun þeirra misskilningi háð meðal margra er álitu únítarískan félagsskap það sízt varða hvert blaðið þrifist, útbreyddist eða félli. Rétt var það þá að kyrkjufélagið tæki við blaðinu eiusog líka er orðið. Með eigenda og útgefenda skiftunum hafa og orðið ritstjóra skifti. Verður það framvegis falið, þar til kjörinni nefnd, á hverju kirkjuþingi að velja ritstjóra' blaðsins og sjá um útkomu þess. í stað þess er verið hefir, er Síra Guðm. Arnason valin

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.