Heimir - 01.09.1909, Page 7

Heimir - 01.09.1909, Page 7
HEIMIR 3 Og enn sé kært aö kveöa og heilsa þér! og kveldsól mín skal setjast enn í heiöi er hinzt til viöar veröld gengur mér í vestri, undir þínu gróna leiöi. Svo helgast leiö að lík-kistunni minni og Ijóöiö liinzta af minningunni þinni. 16-7-09 Steþhan G. Stephanssvn ÚTGEFENDA SKIFTI Með þessu, fyrsta blaöi sjötta árgangs “Heimis” eru orðin eiganda og útgefanda skiftis. Menn þeir er fyrir nokkrum árurn síðan mynduðu hlutafélag blaðsins hafa nú ýmist gefið eða selt eignir sfnar í blaðinu til Unítaríska Ivyrkjufélagsins Islenzka, og verður það því framvegis gefið út undir umsjón og í umboði þess. Breyting þessi á högum blaösins þótti næst um sjálfsögð, þó fyrr hefði komið. I flestu hefir blaðið reynt að styrkja stefnu únítaríska hreyfinga að því litla leyti er áhrifa þess gætti, og það, var verkinu vaxiö. Þótt ritgjörðir og málsgreinar þess á liðnvm tíma hafi verið um ýmiskonar efni, þá hefir þó Heimir altaf aðeins átt eitt málefni. Og þetta eina málefni var, og er, trúarviðsýni og hugsanafrelsi—“ Unitarianism.” Það var því eiginlega óviðurkvæmilegt að nokkrir einstaklingar héldi úti blaði á eigin ábyrgð, fyrir þetta mál, er var kyrkjufélagsins sjálfs að annast. Enda líka var tilraun þeirra misskilningi háð meðal margra er álitu únítarískan félagsskap það sízt varða hvert blaðið þrifist, útbreyddist eða félli. Rétt var það þá að kyrkjufélagið tæki við blaðinu eiusog líka er orðið. Með eigenda og útgefenda skiftunum hafa og orðið ritstjóra skifti. Verður það framvegis falið, þar til kjiirinni nefnd, á hverju kirkjuþingi að velja ritstjóra' blaðsins og sjá um útkomu þess. í stað þess er verið hefir, er Sfra Guðm. Árnason valin

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.