Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 8

Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 8
HEIMIR ritstjóri blaðsins nú og fær blaöiö þar góðan og glöggann starfs- mann, djarfann og einaröann. Og vonum vér a5 þeir sem áöur hafa veitt oss liö á ýmsan hátt veröi honum hjálplegir á sama hátt. Ekki vitum vér hvert ti'l þess er ætlast aö vér höfum langar kveöjur. Því tekur naumast. En þakka viljum vér öllum nær og fjær er stutt hafa aö útbreyöslu blaösins á fyrri árum, og hinum fyrri hluthöfum og samverka mönnum samvinnuna er ávalt var hin bezta. R.P. Einsog frá hefir veriö skýrt hér aö framan hafa hinir fyrri eigendur og útgefendur "Heimis" látiö hann af hendi viö hiö íslenzka Únítaríska Kyrkjufélag í Vesturheimi. Blabiö byrjar þá þennan sjötta árgang sinn undir nýrri stjórn, en þó aðeins aö nokkru leiti, því einsog kunnugt er, tilheyra margir hinna fyrri eigenda félagi því, sem viö hefir tekiö. Þaö hefir einnig veriö minst á orsakirnar til þessarar breytingar og er því óþarft aö minnast nokkuö frekar á þær hér. " Heimir " hefir frá fyrstu veriö málgagn hins únítaríska ilokks hér á meöal íslendinga. Þaö hefir veriö leitast viö aö láta hann ná þeim tilgangi eins ve! og föng hafa veriö á. En jafnframt því hefir hann flutt skáldskap í bundnu og óbundnu máli, og ritgeröir bókmentalegs eblis, ásamt fleiru er ekki hefir beinlínis komiö neinum trúmálum viö. Eöa, í öörum oröum, þaö hefir veriö kostaö kapps um aö láta hann hafa víötækara starfsviö en venjulegt er meö trúmálarit. Eölilega veröur " Heimir " eftirle'öis fyrst og fremst mál- gagn hinnar únítarísku hreifingar. En hin núverandi ritstjórn vonar, aö hann þurfi ekki aö veröa þaö á þröngan og einstreng- ingslegan hátt á meöan hann er í hennar höndum. Einsog allir vita, sem þá hreyfingu þekkja, er þröngsýni af hvaöa tagi sem er henni ósamboöiö, og málgöng hennar hljóta aö hafa víötækt starfsviö. Jafnframt því sem Heimir veröur málgagn únítarisku hreyfingarinnar, mun verða leitast við af fremstu

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.